Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir flogakast við akstur

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm

Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa ekið bíl sínum á vegrið. Talið er að hann hafi fengið flogakast við akstur.

Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú voru sendir á forgangi á vettvang en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meira liggur ekki fyrir um líðan ökumannsins en að verið sé að hlúa að sárum hans á slysadeild.

Fram kemur í dagbók lögreglu að fjórir ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur í sama umdæmi.

Lögreglumenn á lögreglustöð eitt sem sinnir verkefnum niður og vestur í bæ ásamt á Seltjarnarnesi voru kallaðir að skemmtistað í miðborginni en þar hafði maður verið gómaður við að krota á veggi. Málið var afgreitt á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×