Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. maí 2025 12:09 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir að það væri mikill missir ef hallarbylting leiði til þess að Sanna Magdalena færi sig um set. vilhelm/ívar Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“ Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira
Uppþot varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær þegar hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára Egilssyni hlaut kjör til framkvæmdarstjórnar flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum og fleiri íhuga nú stöðu sína. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir erjur geta haft verulega slæm áhrif á ásýnd flokksins. „Þetta gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Sósíalistaflokkinn. Að vísu er það algengt að minni flokkar á vinstri vængnum klofni. Það er nú stundum sagt, hálfgert að gamni, að því sem flokkar eru minni þeim mun meiri hætta er á að þeir klofni.“ Ólafur setur þann varnagla á að fjölmargir möguleikar blasi nú við. Hann bendir á að mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvort Sósíalistar, VG og Píratar sameini mögulega krafta sína. Flokkarnir hlutu ekki brautargengi í þingkosningum á síðasta ári þrátt fyrir að hafa samanlagt um tíu prósent fylgi. „Það verður áhugavert líka að vita hvort þessi hallarbylting hefur eitthvað með þreifingar af því taginu að gera. Það er nú venjulega ekki gott að ásýnd flokksins einkennist af illindum. Það á náttúrulega alveg eftir að koma í ljós hvort þessi hópur sem tekur þarna yfir hvort hann taki öll völd í flokknum og það á alveg eftir að koma í ljós hvað hann getur. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort hann nýtur til dæmis trausts eins og þú nefnir Vinstri grænna eða Pírata. Það eru auðvitað margar stöður í kortunum.“ Ólafur segir mögulegt að Gunnar Smári og Sanna Magdalena færi sig um set sjái þau sér ekki stætt í Sósíalistaflokknum. „Þá eiga þau náttúrulega möguleika á einhvers konar samvinnu við Vinstri græn eða Pírata. Það er mjög margt í þessari stöðu en við vitum ekkert að svo stöddu hvað gerist. Það eru fjölmargir möguleikar í boði. Ekki síst á vinstri vængnum þar sem mönnum dettur gjarnan ýmislegt frumlegt í hug.“ Sanna var kjörin leiðtogi flokksins í gær en hún tilheyrir fylkingunni sem hlaut ekki brautargengi. Sanna hefur ekki tjáð sig um framtíð sína og liggur undir feldi. „Það vekur líka athygli að lang vinsælasti og helsti forystumaður flokksins, Sanna Magdalena, hún er ekki í hópi uppreisnarmannanna. Ef þeir sem tóku nú við völdum ætla að fara hagga við henni eða verða til þess að hún fari úr flokknum, þá hefði það einhvern tíman í stjórnmálasögunni verið kallað, political suicide, eða pólitískt sjálfsvíg. Hún er andlit flokksins.“
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Sjá meira