„Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 18:52 Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna. vísir/sigurjón Forstjóri Grundarheimilanna segir hjúkrunarheimili ekki hafa efni á því að missa starfsfólk sem skortir íslenskukunnáttu. Um sé að ræða starfsfólk sem sé hreinlega ekki hægt að vera án. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira