„Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 18:52 Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna. vísir/sigurjón Forstjóri Grundarheimilanna segir hjúkrunarheimili ekki hafa efni á því að missa starfsfólk sem skortir íslenskukunnáttu. Um sé að ræða starfsfólk sem sé hreinlega ekki hægt að vera án. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira