Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 20:05 Jóhanna Viborg, sem var stjórnandi bútasaumsdaganna í Hveragerði en hún er líka með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem allt fæst til bútasaums. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu konur víðs vegar af landinu hafa setið við saumavélarnar sínar síðustu daga við bútasaum þar sem þær hafa töfrað fram allskonar teppi, púða og fleira með bútasaumi. Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi. Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi.
Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira