Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2025 14:40 Þorleifur Jón Hreiðarsson, keilari vígalegur með plastkeilukúlu. Hann segist árum saman hafa mátt sæta einelti af hálfu Keilusambandinu og nú er honum, nýbökuðum Íslandsmeistara öldunga, haldið fyrir utan landsliðið sem er að fara á heimsmeistaramót í október. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal. „Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“ Keila ÍSÍ Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Erlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Erlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Leituðu Sigríðar í Elliðaárdal Sjá meira
„Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“
Keila ÍSÍ Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Erlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Erlent Fleiri fréttir Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Leituðu Sigríðar í Elliðaárdal Sjá meira