„Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2025 15:02 Egill er nýr Borgarleikhússtjóri. Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð. En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira