„Algjört þjófstart á sumrinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 13:03 Sólin lék við gesti á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum í morgun sem lágu í sólbaði. Vísir/aðsend Gestum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum hefur fjölgað í vikunni og búist við fleiri bætist við um helgina þegar hitinn gæti farið í allt að tuttugu og fimm stig. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir einstaka veðurblíðu hafa verið á svæðinu undanfarið. Blíðskaparveðri er spáð á landinu öllu um helgina og óvenju miklum hlýindum miðað við árstíma. Ef veðurspár ganga eftir gæti hitinn jafnvel náð tuttugu og fimm stigum á Egilsstöðum á laugardaginn. Nokkuð hefur verið um ferðalanga þar í vikunni en í nótt gistu hundrað tuttugu og fimm manns á tjaldsvæðinu. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á von fleiri gestum um helgina. „Það er nú bara hægt og rólega búið að vera fjölga fólki hérna á tjaldsvæðinu alla vikuna og það er búið að vera alveg dásamlegt veður alla vikuna og stefnir í áframhald á því. Maður sér alveg að pöntunum á bókunarsíðunni hefur fjölgað töluvert og símhringingum og annað þannig það er greinilegt að margir hverjir eru að stefna austur í blíðuna hjá okkur.“ Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir oft mikla veðursæld á Egilsstöðum. Vísir/aðsend Hún segir gestina sem dvelja á tjaldsvæðinu í dag bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga í leit að sól. „Þetta er náttúrulega ekki dæmigerður sumarleyfistími hjá Íslendingum sem eru náttúrulega bara fastir með börn enn þá í skóla. Þannig að fólk er ekki jafn sveigjanlegt að stökkva til. Maður sér allavega eldri borgarana okkar sem eru hættir að vinna og margir sem að mér heyrist samt ætla að leggja það á sig að koma alla leið austur um helgina til að fá smá vítamín í kroppinn og sól.“ Tjaldsvæðið sé stórt og nóg pláss fyrir alla sem vilja koma. Þá segir hún þennan mikla hita óvenjulegan miðað við árstíma og veðrið sannkallað sumarveður. „Bara algjört þjófstart á sumrinu og við vonum að þetta sé bara vísbending um það sem koma skal hérna í sumar hjá okkur.“ Veður Tengdar fréttir „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32 Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Innlent Fleiri fréttir Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Sjá meira
Blíðskaparveðri er spáð á landinu öllu um helgina og óvenju miklum hlýindum miðað við árstíma. Ef veðurspár ganga eftir gæti hitinn jafnvel náð tuttugu og fimm stigum á Egilsstöðum á laugardaginn. Nokkuð hefur verið um ferðalanga þar í vikunni en í nótt gistu hundrað tuttugu og fimm manns á tjaldsvæðinu. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á von fleiri gestum um helgina. „Það er nú bara hægt og rólega búið að vera fjölga fólki hérna á tjaldsvæðinu alla vikuna og það er búið að vera alveg dásamlegt veður alla vikuna og stefnir í áframhald á því. Maður sér alveg að pöntunum á bókunarsíðunni hefur fjölgað töluvert og símhringingum og annað þannig það er greinilegt að margir hverjir eru að stefna austur í blíðuna hjá okkur.“ Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir oft mikla veðursæld á Egilsstöðum. Vísir/aðsend Hún segir gestina sem dvelja á tjaldsvæðinu í dag bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga í leit að sól. „Þetta er náttúrulega ekki dæmigerður sumarleyfistími hjá Íslendingum sem eru náttúrulega bara fastir með börn enn þá í skóla. Þannig að fólk er ekki jafn sveigjanlegt að stökkva til. Maður sér allavega eldri borgarana okkar sem eru hættir að vinna og margir sem að mér heyrist samt ætla að leggja það á sig að koma alla leið austur um helgina til að fá smá vítamín í kroppinn og sól.“ Tjaldsvæðið sé stórt og nóg pláss fyrir alla sem vilja koma. Þá segir hún þennan mikla hita óvenjulegan miðað við árstíma og veðrið sannkallað sumarveður. „Bara algjört þjófstart á sumrinu og við vonum að þetta sé bara vísbending um það sem koma skal hérna í sumar hjá okkur.“
Veður Tengdar fréttir „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32 Mest lesið Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Innlent Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Innlent Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Erlent Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Innlent Áframhaldandi landris í Svartsengi Innlent Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Innlent Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Innlent Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Innlent Fleiri fréttir Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Áframhaldandi landris í Svartsengi Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Ók á húsvegg Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Slá færri svæði í nafni sjálfbærni „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst í dag Björguðu stjórnvana bát í Faxaflóa Steinþór sýknaður í Hæstarétti Ósk um að heita Óskir hafnað Einar horfir til hægri Harmar ákvörðun Guðmundar Enn þrefað á þingi og árásir ganga á víxl í miðausturlöndum Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Geðhjálp ekki á framfæri hins opinbera Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Sjá meira
„Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32