Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:40 Nemandinn stundaði nám við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans. Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“ Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“
Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira