Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2025 20:53 Konurnar tvær segja farir sínar langt frá því sléttar eftir leigubílaferðina. Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund. Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu. Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Saga kvennanna tveggja hefur farið nokkuð hátt á samfélagsmiðlum, en lögfræðingur sem aðstoðaði þær við að leita réttar síns er meðal þeirra sem greint hefur frá málinu. Bílstjórinn hafi þóst vera frá Hreyfli Þar lýsir hann því að konurnar, sem voru ferðamenn hér í síðasta mánuði, hafi pantað leigubíl úr miðborg Reykjavíkur, og viljað fara í norðurljósaferð sem átti að byrja við Bláfjallaveg í Hafnarfirði. Leigubílstjóri, sem hafi þóst starfa fyrir Hreyfil, hafi hins vegar ekið þeim að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þrátt fyrir andmæli kvennanna. Þær heita Belinda og Karen, en sú síðarnefnda er iðulega kölluð Mei Mei. „Ég sagði við hann: Hvert ertu að fara vinur? Hvert ertu að fara með okkur? Hann sagðist vera að fara með okkur þangað sem við hefðum beðið um. Ég sagði að svo væri ekki. Svona gekk þetta og hann varð mjög árásargjarn,“ segir Belinda Cabria, önnur kvennanna tveggja, í samtali við fréttastofu. „Hann neitaði að snúa við, á meðan við fylgdumst með á Google Maps. Við vorum sífellt að færast fjær og fjær.“ Rætt var við ferðalangana tvo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Fargjaldið nálægt 30 þúsund Þegar leigubílstjóranum hafi orðið ljóst að konurnar vissu að hann væri ekki að fara með þær á Hafnarfjörð hafi hann ekið þeim í Hafnarfjörð, þegar norðurljósatúrinn var löngu farinn. Enginn hafi verið á starfsstöð ferðaþjónustufyrirtækisins sem hélt úti túrnum, og kalt og dimmt úti í hrauninu í Hafnarfirði. Fyrir þetta hafi þær þurft að reiða fram 27.500 krónur, en uppgefið áætlaðverð fyrir ferðina hafi verið um 7.000 krónur. Belinda segir hafa tekið margar tilraunir að tala um fyrir bílstjóranum. Hann hafi haldið því til streitu að hann væri að fara rétta leið, þegar svo var ekki. „Hann öskraði og gólaði á Mei Mei, og hún var orðin svo hrædd að hún endaði á að borga honum.“ Fréttastofa hefur upplýsingar um að kvörtun vegna málsins sé nú inni á borði Samgöngustofu, en konurnar leituðu einnig til lögreglunnar. „Það var ekki sérlega hjálplegt, þar sem lögreglan trúði okkur ekki,“ segir Belinda. „Hann var hummaði þetta frá sér, og hafði ekki áhuga á að hlusta á það sem við höfðum að segja,“ segir Mei Mei, um lögreglumanninn sem þær báru erindið upp við. Vilja vara aðra við Báðar segjast konurnar fullvissar um að bílstjórinn hafi vitað hvað hann var að gera. „Annað hvort var hann að gera þetta til að græða peninga, eða hann hafði eitthvað annað illt í hyggju,“ segir Belinda. Þær vilji vara aðra ferðalanga við því sem þær hafi lent í. Karen, eða Mei Mei, segist aldrei hafa upplifað nokkuð líkt umræddri leigubílaferð á ferðalögum sínum.Facebook „Vegna þess að ég hef ferðast á eigin vegum í 20 ár og ég hef aldrei upplifað neitt svona áður,“ segir Mei Mei. Belinda segir að haft hafi verið samband við sendiráð Ástralíu í Kaupmannahöfn vegna málsins, og að utanríkisþjónustan muni vara ástralska ferðalanga við hættum á íslenskum leigubílamarkaði. Verra sé þó að hugsa til þeirrar stöðu sem Íslendingar séu í vegna brotalama í kerfinu.
Leigubílar Ferðaþjónusta Samgöngur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira