Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 09:10 Frá mótmælum íslensks stuðningsfólks Palestínumanna nýlega. Flestir nefna stríðsátök sem helsta vandamál heimsins í nýrri skoðanakönnun. Vísir/Anton Brink Rúmlega tveir af hverjum fimm telja stríð og átök mikilvægasta vandamálið sem heimurinn stendur frammi fyrir í skoðanakönnun. Þrátt fyrir að fátækt hafi verið nefnd næstoftast fækkar þeim töluvert sem nefna efnahagsleg vandamál sem helsta meinið. Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka. Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka.
Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira