Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 09:10 Frá mótmælum íslensks stuðningsfólks Palestínumanna nýlega. Flestir nefna stríðsátök sem helsta vandamál heimsins í nýrri skoðanakönnun. Vísir/Anton Brink Rúmlega tveir af hverjum fimm telja stríð og átök mikilvægasta vandamálið sem heimurinn stendur frammi fyrir í skoðanakönnun. Þrátt fyrir að fátækt hafi verið nefnd næstoftast fækkar þeim töluvert sem nefna efnahagsleg vandamál sem helsta meinið. Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka. Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Stríðsátök hafa geisað í Úkraínu í rúm þrjú ár og fyrir botni Miðjarðarhafs í vel á annað ár. Þegar Gallup spurði í mars hvert fólk teldi mikilvægasta vandamál heimsins sögðu langflestir, 43 prósent, stríð og átök. Aðeins einn af hverjum tíu gáfu það svar þegar sama spurning var borin upp fyrir tólf árum. Tæplega einn af hverjum tíu nefndu fátækt og bilið milli ríkra og fátækra sem stærsta vandamálið en þeir voru einn af hverjum fjórum árið 2013. Í þriðja og fjórða sæti voru spilling (átta prósent) og umhverfis- og loftslagsmál (sex prósent). Um það bil helmingi færri nefndu spillingu sem stærsta vandamálið nú en í sambærilegum könnunum árið 2012 og 2013. Umtalsvert færri nefna efnahagsleg vandamál nú en fyrir tólf árum. Aðeins fjögur prósent nefna þau nú en hlutfallið var tíu prósent árið 2013 og fjórtán prósent árið 2012. Þau atriði sem svarendur nefndu oftar nú en fyrir rúmum áratug voru fólksflótti, hryðjuverk og glæpir. Marktækur munur var á afstöðu kynjanna. Töluvert fleiri konur (47 prósent) en karlar (38 prósent) töldu þannig stríð og átök stærsta vandamál heimsins. Karlar voru líklegri en konur til að telja fólksflótta, trúarofstæki og efnahagsleg vandamál þau stærstu. Eldra fólk taldi frekar stríð og átök helsta vandann en það yngra. Það yngra taldi frekar að efnahagsleg vandamál og heilbrigðisvandamál væru mikilvægust. Þá var umtalsverður munur á hvað fólk taldi helsta vandamál heimsins eftir því hvaða flokk það kýs. Tveir af hverjum þremur kjósendum Framsóknarflokksins sögðust telja stríð og átök stærsta vandamál heimsins en aðeins sextán prósent kjósenda Sósíalistaflokksins. Kjósendur Sósíalistaflokksins voru aftur á móti mun uppteknari af fátækt og ójöfnuði en kjósendur annarra flokka. Nærri sextán prósent kjósenda Miðflokkksins töldu fólksflótta mest aðsteðjandi vandamálið, mun fleiri en kjósendur annarra flokka.
Skoðanakannanir Hernaður Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira