230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2025 14:03 Þorlákshöfn tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfusi en íbúar þess eru tæplega þrjú þúsund í dag. 230 nýjar íbúðir eru nú í byggingu í Þorlákshöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil uppbygging í Þorlákshöfn og um þessar mundir en í dag eru þar 230 íbúðir í byggingu. Þá er búði að stækka höfnina á staðnum og það er verið að byggja við sundlaugina og byggja við grunnskólann svo eitthvað sé nefnt. Þorlákshöfn er hluti af Sveitarfélaginu Ölfus, sjávarbær í Árnessýslu þar sem er um 40 mínútna akstur til og frá Reykjavík. Mjög mikil uppbygging á sér nú stað í Þorlákshöfn, það er alls staðar verið að byggja og framkvæmdir í gangi á öllum vígstöðvum. Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Ölfusi leiðist ekki starfið sitt í svona mikilli uppbyggingu. „Já, það er ótrúlega gaman, þetta er virkilega gefandi og gott. Tækifærin eru svo mikil, við finnum það á öllu, sem hér er að gerst. Það er 230 íbúðir í byggingu akkúrat í dag og höfnin er búin að vera að stækka mikið. Við getum núna tekið á móti 200 metra löngum skipum í staðin fyrir 130 metra. Það er verið að endurnýja sundlaugina, byggja við grunnskólann og svo lengi má áfram telja. Svo ekki sé minnst á það að við erum búin að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda um 40% síðan 2018,“ segir Elliði. Þorlákshöfn er greinilega mjög „heitur“ staður í dag því þar eru 230 íbúðir í byggingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mun öll þessi uppbygging halda áfram í Þorlákshöfn næstu árin eða hvað? „Ég er mjög bjartsýnn á næstu ár. Það er náttúrulega alltaf ákveðin vafi og ég er búin að vera bæjarstjóri núna í 18 ár og nánast með krónískt magasár af ótta við reksturinn en ég er með skásta móti þessa dagana því þetta lítur vel út hjá okkur af því gefnu að við höldum áfram á þeirri braut, sem við höfum verið“, segir kampakátur bæjarstjóri í Ölfusi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, sem er einn af þeim, sem stýrir uppbyggingunni í Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða sveitarfélagsins Ölfus Húsnæðismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þorlákshöfn er hluti af Sveitarfélaginu Ölfus, sjávarbær í Árnessýslu þar sem er um 40 mínútna akstur til og frá Reykjavík. Mjög mikil uppbygging á sér nú stað í Þorlákshöfn, það er alls staðar verið að byggja og framkvæmdir í gangi á öllum vígstöðvum. Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Ölfusi leiðist ekki starfið sitt í svona mikilli uppbyggingu. „Já, það er ótrúlega gaman, þetta er virkilega gefandi og gott. Tækifærin eru svo mikil, við finnum það á öllu, sem hér er að gerst. Það er 230 íbúðir í byggingu akkúrat í dag og höfnin er búin að vera að stækka mikið. Við getum núna tekið á móti 200 metra löngum skipum í staðin fyrir 130 metra. Það er verið að endurnýja sundlaugina, byggja við grunnskólann og svo lengi má áfram telja. Svo ekki sé minnst á það að við erum búin að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda um 40% síðan 2018,“ segir Elliði. Þorlákshöfn er greinilega mjög „heitur“ staður í dag því þar eru 230 íbúðir í byggingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En mun öll þessi uppbygging halda áfram í Þorlákshöfn næstu árin eða hvað? „Ég er mjög bjartsýnn á næstu ár. Það er náttúrulega alltaf ákveðin vafi og ég er búin að vera bæjarstjóri núna í 18 ár og nánast með krónískt magasár af ótta við reksturinn en ég er með skásta móti þessa dagana því þetta lítur vel út hjá okkur af því gefnu að við höldum áfram á þeirri braut, sem við höfum verið“, segir kampakátur bæjarstjóri í Ölfusi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, sem er einn af þeim, sem stýrir uppbyggingunni í Þorlákshöfn og sveitarfélaginu öllu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða sveitarfélagsins
Ölfus Húsnæðismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira