Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 23:32 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Vísir/ívar Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur. Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Reisa á rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum og verður nýr grunnskóli steinsnar frá íþróttamannvirkjum í Laugardal. Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæði Laugardalsvallar verði lokað og bílstæðið syðst við völlin tekið undir skólaþorpið. Skólinn verður á milli Laugardalsvallar, svæði Þróttar og svæðis þar sem ný þjóðarhöll á að rísa. KSÍ hefur lýst yfir ósætti vegna áformanna síðan í janúar. Fyrst hafi verið lagt upp með að reisa litla gámabyggð fyrir leikskóla. Stærri framkvæmdir blasi illa við sambandinu og segir formaður KSÍ áformin vanhugsuð. „Þetta er orðið stærra en var ætlast til og komið lengra inn á næsta bílaplan við hliðina á okkur. Þetta hugnast okkur ekki vel af ýmsum ástæðum. Framundan eru framkvæmdir á þjóðarhöll og hér er leikvangurinn okkar í framkvæmdum svo það verður gríðarleg traffík hér í Laugardalnum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. Færri bílastæði á svæðinu muni bitna á íbúum og telur Þorvaldur að vegfarendur muni leggja í auknu mæli í íbúðargötum í grennd við völlinn. Framkvæmdirnar muni hamla aðgangi sjúkrabíla að svæðinu. „Við gerum okkur alveg grein fyrir vandamálum í skólamálum í Reykjavíkurborg og við höfum alveg verið tilbúin til að hjálpa og höfum gert það hér með því að nýta húsnæðið okkar í Laugardalnum. Hér erum við að fara byggja stúkur og annað. Hvort það megi ekki samnýta og byggja þar inn í stúkurnar skólaumhverfi þar tímabundið,“ segir hann. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu illa skipulagðar. KSÍ fundaði með starfsmönnum Reykjavíkurborgar í gær og töluðu þar fyrir daufum eyrum. Beðið er eftir fundi með nýjum borgarstjóra. „Það var stuttur fundur þar sem við stoppuðum og lýstum því að þetta myndi ekki hugnast okkur og að okkur þætti vænt um að þetta yrði endurskoðað. Hvort menn ætla reyna halda áfram að reyna koma þessu í gegnum kerfið og bara troða þessu í gegn án þess að fá skoðun annarra það verður fróðlegt að sjá,“ segir Þorvaldur.
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Reykjavík Byggðamál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira