Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 19:52 Óheimilt er að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis samkvæmt umferðarlögum. Vísir/Vilhelm Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um öskrandi mann utandyra að brasa við Hopp hjól. „Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að víðáttuölvaður aðili var að reyna að leigja sér hopp til að fara ferða sinna. Lögregla útskýrði fyrir honum að í þessu ástandi væri hann ekki hæfur til að valda Hopp hjóli. Hann sagðist skilja það og gekk sáttur sína leið,“ segir í tilkynningunni. Sökudólgur þegar í fangaklefa Þá tilkynnti gististaður um fíkniefnafund á herbergi sem leigjandi hafði enn ekki skráð sig úr. Í framhaldinu kom á daginn að leigjandinn hafði þegar verið vistaður í fangaklefa vegna annars máls. Því hafi reynst einfalt að nálgast hann. Í dagbókinni kemur fram að lögregla hafi aðstoðað Skattinn við að loka veitingastað í miðbænum. Sá veitingastaður er Kastrup á Hverfisgötu, líkt og fréttastofa hefur þegar greint frá. Lögreglumönnum á lögreglustöð 2, sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, var tilkynnt um einstakling sem hafði brotið rúðu í heimahúsi, húsráðandi hafi farið á eftir geranda en misst af honum. Seinna hafi lögreglumennirnir orðið varir við manninn, sem passaði við lýsingu húsráðanda. „Kom í ljós þegar lögregla hafði afskipti af manninum að hann er vel þekktur hjá lögreglu. Þegar verið var að handtaka manninn vegna málsins þá hrækti hann einnig á lögreglumann,“ segir í dagbókinni. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa vegna málsins og skýrsla verði tekin af honum þegar af honum rennur víman. Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Í Reykjavík var lögreglu tilkynnt um öskrandi mann utandyra að brasa við Hopp hjól. „Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að víðáttuölvaður aðili var að reyna að leigja sér hopp til að fara ferða sinna. Lögregla útskýrði fyrir honum að í þessu ástandi væri hann ekki hæfur til að valda Hopp hjóli. Hann sagðist skilja það og gekk sáttur sína leið,“ segir í tilkynningunni. Sökudólgur þegar í fangaklefa Þá tilkynnti gististaður um fíkniefnafund á herbergi sem leigjandi hafði enn ekki skráð sig úr. Í framhaldinu kom á daginn að leigjandinn hafði þegar verið vistaður í fangaklefa vegna annars máls. Því hafi reynst einfalt að nálgast hann. Í dagbókinni kemur fram að lögregla hafi aðstoðað Skattinn við að loka veitingastað í miðbænum. Sá veitingastaður er Kastrup á Hverfisgötu, líkt og fréttastofa hefur þegar greint frá. Lögreglumönnum á lögreglustöð 2, sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, var tilkynnt um einstakling sem hafði brotið rúðu í heimahúsi, húsráðandi hafi farið á eftir geranda en misst af honum. Seinna hafi lögreglumennirnir orðið varir við manninn, sem passaði við lýsingu húsráðanda. „Kom í ljós þegar lögregla hafði afskipti af manninum að hann er vel þekktur hjá lögreglu. Þegar verið var að handtaka manninn vegna málsins þá hrækti hann einnig á lögreglumann,“ segir í dagbókinni. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa vegna málsins og skýrsla verði tekin af honum þegar af honum rennur víman.
Lögreglumál Rafhlaupahjól Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira