Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 14:59 Sveitin þykir afdráttarlaus og óhefluð og hefur víða vakið athygli og hneyksli. EPA/Andy Rain Norður-írsk rapphljómsveit er til rannsóknar hjá hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar. Hún er sökuð um að vera hliðholl hryðjuverkasamtökum á borð við Hamas og Hezbollah og hvetja til morðs á embættismönnum. Félagarnir þrír í norður-írsku rappsveitinni Kneecap eru vel vanir því að ögra í textum sínum og sviðsframkomu og jafnvel því að háttsettir embættismenn reki hnýfilinn í framgöngu þeirra. Útásetningar hins opinbera bæði á Írlandi og Bretlandi hafa þó náð nýjum hæðum undanfarnar vikur og hefur stór alþjóðlegur hópur listamanna skorist í leikinn og undirstrikað mikilvægi listræns frelsis þeirra. Leiðtogi Íhaldsflokksins hvatti til sniðgöngu Lögreglan tilkynnti um rannsókn sína í dag á myndböndum sem þeim bárust, samkvæmt umfjöllun Guardian. Á myndböndunum má sjá sveitina kyrja stuðning sinn við Hamas og Hezbollah og hvetja til þess að ráða þingmönnum Íhaldsflokksins bana. Meðlimir sveitarinnar hafa þó þvertekið fyrir að vera hliðhollir hryðjuverkamönnum eða að þeir hvetji til ofbeldis í garð opinberra embættismanna. Sveitin er þekkt um allan heim fyrir afdráttarlausa gagnrýni sína á nýlendustefnu Bretlands á Írlandi og víðar og baráttu sína til að bjarga írsku máli frá útrýmingu. Jafnframt hafa þeir gagnrýnt framferði Ísraela á Gasa og eru mjög opinskáir í stuðningi sínum við frelsisbaráttu Palestínumanna. Þeir spiluðu á tónleikum á Gauknum um árið og þar ræddi Vísir við þá. Þessi nýjasta umferð hneykslunar á framferði sveitarinnar má rekja til atriðis hennar á bandarísku tónlsitarhátíðinni Coachella sem haldin var í Kaliforníu í síðasta mánuði. Þeir bundu enda á tónleika sína með því að varpa skilaboðum á skjá þar sem þeir fordæmdu hernað Ísraels á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Ísrael er að framkvæma þjóðarmorð gegn palestínsku þjóinni. Það er með stuðningi Bandaríkjastjórnar sem veitir Ísrael vopn og fjármagn þrátt fyrir stríðsglæpi þeirra. Ísrael fari til fjandans. Frjáls Palestína,“ stóð á skjánum að tónleikunum loknum en stuðningur við framferði Ísraela í átökunum í kjölfar árásana 7. október er óvíða meiri en í Bandaríkjunum. Kemi Badenoch leiðtogi breska Íhaldsflokksins hefur hvatt til þess að Kneecap verði meinað að spila á Glastonbury-hátíðinni og stjórnmálamenn á báðum vængjum hafa gagnrýnt framgöngu hljómsveitarmeðlima harkalega. Þeir hafa beðið fjölskyldur David Amess, fyrrverandi þingmanns Íhaldsflokksins sem myrtur var af fylgismanni Íslamska ríkisins árið 2021, og Jo Cox, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins sem myrt var árið 2016 af nýnasista, afsökunar en afsökunarbeiðni þeirra hefur verið tekið mistrúlega. Boðskapur vonar Í yfirlýsingu sem fjöldi listamanna hefur skrifað undir eru áhyggjur þeirra af viðbrögðum stjórnvalda tíundaðar. Meðal þeirra sem skrifað hafa undir yfirlýsinguna eru hljómsveitirnar Pulp og The Pogues. „Í lýðveldi á enginn stjórnmálamaður eða flokkur að hafa rétt á því að ákveða hver megi og hver megi ekki spila á tónlistarhátíð eða -viðburði sem þúsundir njóta,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjálfir hafa meðlimir sveitarinnar beðist afsökunar á sumum ummæla sinna og segja rauða þráðinn í list sinni vera ást og von. „Boðskapur Kneecap hefur alltaf verið, og er enn, boðskapur kærleika, umburðarlyndis og vonar. Þess vegna höfðar tónlist okkar til allra, þvert á kynslóðir, lönd, stéttir og menningar og fær hundruðir þúsunda til að mæta á tónleikana okkar. Engin ófrægingarherferð mun breyta því,“ segir í yfirlýsingu frá hljómsveitinni. Írland Tónlist Bretland Norður-Írland Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Félagarnir þrír í norður-írsku rappsveitinni Kneecap eru vel vanir því að ögra í textum sínum og sviðsframkomu og jafnvel því að háttsettir embættismenn reki hnýfilinn í framgöngu þeirra. Útásetningar hins opinbera bæði á Írlandi og Bretlandi hafa þó náð nýjum hæðum undanfarnar vikur og hefur stór alþjóðlegur hópur listamanna skorist í leikinn og undirstrikað mikilvægi listræns frelsis þeirra. Leiðtogi Íhaldsflokksins hvatti til sniðgöngu Lögreglan tilkynnti um rannsókn sína í dag á myndböndum sem þeim bárust, samkvæmt umfjöllun Guardian. Á myndböndunum má sjá sveitina kyrja stuðning sinn við Hamas og Hezbollah og hvetja til þess að ráða þingmönnum Íhaldsflokksins bana. Meðlimir sveitarinnar hafa þó þvertekið fyrir að vera hliðhollir hryðjuverkamönnum eða að þeir hvetji til ofbeldis í garð opinberra embættismanna. Sveitin er þekkt um allan heim fyrir afdráttarlausa gagnrýni sína á nýlendustefnu Bretlands á Írlandi og víðar og baráttu sína til að bjarga írsku máli frá útrýmingu. Jafnframt hafa þeir gagnrýnt framferði Ísraela á Gasa og eru mjög opinskáir í stuðningi sínum við frelsisbaráttu Palestínumanna. Þeir spiluðu á tónleikum á Gauknum um árið og þar ræddi Vísir við þá. Þessi nýjasta umferð hneykslunar á framferði sveitarinnar má rekja til atriðis hennar á bandarísku tónlsitarhátíðinni Coachella sem haldin var í Kaliforníu í síðasta mánuði. Þeir bundu enda á tónleika sína með því að varpa skilaboðum á skjá þar sem þeir fordæmdu hernað Ísraels á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Ísrael er að framkvæma þjóðarmorð gegn palestínsku þjóinni. Það er með stuðningi Bandaríkjastjórnar sem veitir Ísrael vopn og fjármagn þrátt fyrir stríðsglæpi þeirra. Ísrael fari til fjandans. Frjáls Palestína,“ stóð á skjánum að tónleikunum loknum en stuðningur við framferði Ísraela í átökunum í kjölfar árásana 7. október er óvíða meiri en í Bandaríkjunum. Kemi Badenoch leiðtogi breska Íhaldsflokksins hefur hvatt til þess að Kneecap verði meinað að spila á Glastonbury-hátíðinni og stjórnmálamenn á báðum vængjum hafa gagnrýnt framgöngu hljómsveitarmeðlima harkalega. Þeir hafa beðið fjölskyldur David Amess, fyrrverandi þingmanns Íhaldsflokksins sem myrtur var af fylgismanni Íslamska ríkisins árið 2021, og Jo Cox, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins sem myrt var árið 2016 af nýnasista, afsökunar en afsökunarbeiðni þeirra hefur verið tekið mistrúlega. Boðskapur vonar Í yfirlýsingu sem fjöldi listamanna hefur skrifað undir eru áhyggjur þeirra af viðbrögðum stjórnvalda tíundaðar. Meðal þeirra sem skrifað hafa undir yfirlýsinguna eru hljómsveitirnar Pulp og The Pogues. „Í lýðveldi á enginn stjórnmálamaður eða flokkur að hafa rétt á því að ákveða hver megi og hver megi ekki spila á tónlistarhátíð eða -viðburði sem þúsundir njóta,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Sjálfir hafa meðlimir sveitarinnar beðist afsökunar á sumum ummæla sinna og segja rauða þráðinn í list sinni vera ást og von. „Boðskapur Kneecap hefur alltaf verið, og er enn, boðskapur kærleika, umburðarlyndis og vonar. Þess vegna höfðar tónlist okkar til allra, þvert á kynslóðir, lönd, stéttir og menningar og fær hundruðir þúsunda til að mæta á tónleikana okkar. Engin ófrægingarherferð mun breyta því,“ segir í yfirlýsingu frá hljómsveitinni.
Írland Tónlist Bretland Norður-Írland Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira