Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:45 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Einar Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun. Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki. Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var greint frá að í lok maí 2025 mun Meta nýta færslur, myndir og athugasemdir notenda Facebook og Instagram í Evrópu til að þjálfa gervigreind. Áætlað var að hefja þjálfunina árið 2024 en þeirri ákvörðun var frestað eftir athugasemdir írsku persónuverndarstofnunarinnar við lagagrundvöll og skort á gagnsæi. „Við vissum alltaf að samfélagsmiðlar væru að nota gögnin okkar að einhverju leiti. Nú er það orðið svart á hvítu að þetta er það sem þeir ætla að gera, að nota gögn sem að fólk hefur sent frá sér áður og það sem mun koma,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í Reykjavík síðdegis. „Sem að við höfum bent á að persónuverndarlöggjöfin er bjargvættur í þessu öllu saman að því leitinu til að núna fáum við að segja af eða á hvort okkur sé alveg sama um þessi not.“ Að sögn Helgu er vandamálið hins vegar skortur á upplýsingum um hvað verði nýtt í þjálfun gervigreindar og hvað ekki. Um sé að ræða valdamestu fyrirtæki heims sem eiga tól sem milljónir manna nota án endurgjalds og því þurfi að hafa varann á. Almenningur sem nýtir sér ókeypis miðla sé í sjálfu sér að taka áhættu og ættu ekki að ræða þar viðkvæm mál, jafnvel í lokuðum spjallhópum. „Hvar stoppar fyrirtækið sem hefur í rauninni tækifærið til að nýta helling þarna inni? Við vitum það ekki og þess vegna höfum við sagt við fólk, farið þið varlega.“ Viti ekki hver áhrifin verða Helga segir einnig að fólk viti ekki alveg í dag hver áhrif þess að mata gervigreind af samfélagsmiðlum almennings verði. „Fyrirtæki hafa stundum nýtt þessar upplýsingar í að stoppa okkur af í einhverju sem við viljum fá. Upplýsingar hafa verið nýttar gegn fólki, til að fá atvinnu, að fá að komast í háskóla og allt sem við höfum talið upp í gegnum árin,“ segir hún. Helga segist hafa heyrt um atvik þar sem leitað er að einstaklingum á netinu sem sækja um starf eða háskólanám til að meta hvers konar persóna viðkomandi er. „Þess vegna er fínt að hafa valið. Viltu að stórfyrirtæki sé að nota allar myndirnar, jafnvel af nýja barnabarninu eða fermingunni eða þessu og hinu, til að þjálfa rosalega flott gervigreindartól? Það er kannski falleg hugsun að leyfa það og hinir sem eru varkárir hafa val um að segja nei takk,“ segir Helga. Hún segist sjálf muna afþakka að efnið á hennar eigin samfélagsmiðlum verði nýtt í þjálfun gervigreindar en jafnframt að hver og einn einstaklingur ætti að taka sjálfur ákvörðun um hvort þeir afþakki notkunina eða ekki.
Meta Gervigreind Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira