Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 15:24 Sigríður hefur farið á Bayeux-safnið í Normandí til að skoða hinn fræga sjötíu metra refil. Facebook/Getty Tveir sérfræðingar í Bayeux-reflinum deila nú um hvort typpin sem finna má á þessum frægasta refli heims séu 93 eða 94 talsins. Hvort er ógreinilegt form á reflinum rýtingur eða getnaðarlimur? Rithöfundurinn Sigríður Hagalín segist búin að telja. Bayeux-refillinn er sjötíu metra langt og um fimmtíu sentimetra breitt refilsaumað klæði, sem sýnir orrustuna við Hastings 14. október 1066. Normenn undir stjórn Vilhjálms sigursæla réðust inn í England og unnu þar bug á Engilsöxum undir stjórn Haralds Guðinasonar. George Garnett, prófessor í miðaldasögu við Oxford-háskóla, vakti athygli fyrir sex árum síðan þegar hann sagðist hafa talið typpin á Bayeux-reflinum og þau væru 93 talsins. Af þeim væru 88 limir hesta en hinir fimm af mönnum. Ein frægasta typpamynd refilsins tengist hinni dularfullu Ælfgylvu. Flest typpin eru aðeins líffræðileg smáatriði, að sögn Garnett, til að sýna að um fola sé að ræða en ekki hryssur. Hönnuður refilsins lagði hins vegar sérstaka áherslu á þrjú hestatyppi. „Þau sem skipta máli? Þau tengjast mikilvægum mönnum,“ sagði Garnett í History Extra, sagnfræðihlaðvarpi tímaritsins BBC History. Hestar Haralds II Guðinasonar, sem lést við Hastings, og Vilhjálms I Englandskonungs, sem sigraði bardagann, eru þar best vaxnir. „Hestur Vilhjálms er stærstur. Og það er engin tilviljun,“ sagði Garnett í hlaðvarpinu. Hin dularfulla Ælfgylva og nakti maðurinn Garnett segir að það sé ekki enn vitað hver hönnuður refilsins sé en hann hafi greinilega notað ævintýri og klassískar sögur til að koma ákveðnum skilaboðum til skila um heildarfrásögnina. Ekki væri um grófar viðbætur að ræða. „Kynlíf er til umfjöllunar, eða skömm, og það fær mig til að halda að hönnuðurinn sé á laun að vísa til svika,“ sagði Garnett um nekt refilsins. Hina dularfullu Ælfgylvu má sjá fyrir miðri mynd. Hugsanlega er þar um að ræðu Algithu, ekkju Griffith konungs af Wales.Getty Ein svakalegasta myndin á reflinum kann að styðja þá kenningu Garnett. Hún sýnir konuna Ælfgylvu sem virðist svífa á meðan klerkur strýkur henni eða teygir sig í átt að henni. Fyrir neðan þau, á jaðri refilsins, er allsber maður á hækjum sér sem virðist apa eftir prestinum. „Það sem er áhugavert er að allir þeir sem sáu refilinn á sínum tíma hljóta að hafa vitað nákvæmlega hvað var verið að vísa í. En við vitum það ekki,“ segir Garnett. Áhorfendur hafi þó þurft að vera vel lesnir til að ná öllum vísunum. Miðaldafólk hafi ekki verið gróft, einfalt eða fávíst Þrátt fyrir alla athyglina og grínið sem hefur sprottið upp vegna typpa-greinarinnar heldur Garnett því staðfastlega fram að ekki sé um æsingaskrif að ræða heldur gangi hún út á að skilja huga miðaldafólks. „Tilgangurinn með því að rannsaka söguna er að skilja hvernig fólk hugsaði í fortíðinni. Og miðaldafólk var ekki gróft, einfalt, fávískt fólk,“ segir Garnett. Að telja typpin á reflinum sé ekki klúrt eða kjánalegt samkvæmt Garnett. Með því hafi hann sýnt að refillinn sé lærð tilraun hönnuðarins til að tækla innrás Normanna í kóða. Hann sjái alls ekki eftir athyglinni sem greinin hefur fengið. „Ég hef skrifað bækur sem tók mig tuttugu ár. Greinin tók mig einn eftirmiðdag. En ef það er minnst einu sinni á typpi þá dregur það skyndilega að fjölda fólks sem myndi aldrei dreyma um að opna fræðitímarit,“ segir Garnett. Telur sig hafa fundið „týnda typpið“ Nú er hins vegar búið að draga typpatalningu Garnett í efa. Christopher Monk, fræðimaður sem hefur sérhæft sig í Bayeux-reflinum og engilsaxneskri nekt, sem er gjarnan kallaður Miðaldamunkurinn (e. Medieval Monk) telur sig hafa fundið 94. lim refilsins. Í talningu Garnett tilheyra öll typpin nöktum fígúrum en Monk telur sig hafa fundið klæddan mann með beran liminn. Á jaðri refilsins má á einum stað sjá mann á hlaupum sem er með eitthvað danglandi niður úr kirtli sínum. Garnett vill meina að þar sé slíður rýtings eða sverðs en Monk er viss um að það sé getnaðarlimur. Hér hægra megin má sjá manninn með það sem deilt er um hvort sé slíður eða limur.Bayeux safn „Ég efast ekki um að útlimurinn er karlkyns kynfæri - týnda typpið, skulum við segja,“ sagði Monk í hlaðvarpinu. Monk skrifaði árið 2016 bókakafla um nekt í reflum í greinasafnið Making Sense of the Bayeux Tapestry og segist viss um að hafa fundið nokkuð sem enginn annar hafði tekið eftir. Hann segir greinilega um lim og tvö eistu að ræða. Búin að telja Hvort sem um er að ræða typpi eða slíður er ljóst að deilurnar munu vekja frekari áhuga fólks á reflinum. Hérlendis vakti Ragnhildur Thorlacius, dagskrárgerðarkona hjá Rúv, til að mynda athygli Sigríðar Hagalín rithöfundar á grein History Extra um deilurnar. „Vesgú, frú Sigríður. Vesgú,“ skrifar Ragnhildur Thorlacius við færsluna sem hún birtir á Facebook-vegg Sigríðar. „Búin!“ svarar Sigríður og virðist þar eiga við að hún sé búin að telja typpin. Hún birtir síðan mynd af sér að skoða refilinn og skrifar: „Taldi 12 1/2“ Sigríður skoðar refilinn. Bretland Myndlist Frakkland Fornminjar Tengdar fréttir Bayeux-refillinn fer á flakk Talið er að Bayeux-refillinn, eitt af stórvirkjum listasögunnar, verði fluttur frá Frakklandi til Englands þar sem hann mun verða hafður til sýnis. Er þetta í fyrsta sinn í 950 ár sem refillinn yfirgefur franska grundu. 17. janúar 2018 06:41 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Bayeux-refillinn er sjötíu metra langt og um fimmtíu sentimetra breitt refilsaumað klæði, sem sýnir orrustuna við Hastings 14. október 1066. Normenn undir stjórn Vilhjálms sigursæla réðust inn í England og unnu þar bug á Engilsöxum undir stjórn Haralds Guðinasonar. George Garnett, prófessor í miðaldasögu við Oxford-háskóla, vakti athygli fyrir sex árum síðan þegar hann sagðist hafa talið typpin á Bayeux-reflinum og þau væru 93 talsins. Af þeim væru 88 limir hesta en hinir fimm af mönnum. Ein frægasta typpamynd refilsins tengist hinni dularfullu Ælfgylvu. Flest typpin eru aðeins líffræðileg smáatriði, að sögn Garnett, til að sýna að um fola sé að ræða en ekki hryssur. Hönnuður refilsins lagði hins vegar sérstaka áherslu á þrjú hestatyppi. „Þau sem skipta máli? Þau tengjast mikilvægum mönnum,“ sagði Garnett í History Extra, sagnfræðihlaðvarpi tímaritsins BBC History. Hestar Haralds II Guðinasonar, sem lést við Hastings, og Vilhjálms I Englandskonungs, sem sigraði bardagann, eru þar best vaxnir. „Hestur Vilhjálms er stærstur. Og það er engin tilviljun,“ sagði Garnett í hlaðvarpinu. Hin dularfulla Ælfgylva og nakti maðurinn Garnett segir að það sé ekki enn vitað hver hönnuður refilsins sé en hann hafi greinilega notað ævintýri og klassískar sögur til að koma ákveðnum skilaboðum til skila um heildarfrásögnina. Ekki væri um grófar viðbætur að ræða. „Kynlíf er til umfjöllunar, eða skömm, og það fær mig til að halda að hönnuðurinn sé á laun að vísa til svika,“ sagði Garnett um nekt refilsins. Hina dularfullu Ælfgylvu má sjá fyrir miðri mynd. Hugsanlega er þar um að ræðu Algithu, ekkju Griffith konungs af Wales.Getty Ein svakalegasta myndin á reflinum kann að styðja þá kenningu Garnett. Hún sýnir konuna Ælfgylvu sem virðist svífa á meðan klerkur strýkur henni eða teygir sig í átt að henni. Fyrir neðan þau, á jaðri refilsins, er allsber maður á hækjum sér sem virðist apa eftir prestinum. „Það sem er áhugavert er að allir þeir sem sáu refilinn á sínum tíma hljóta að hafa vitað nákvæmlega hvað var verið að vísa í. En við vitum það ekki,“ segir Garnett. Áhorfendur hafi þó þurft að vera vel lesnir til að ná öllum vísunum. Miðaldafólk hafi ekki verið gróft, einfalt eða fávíst Þrátt fyrir alla athyglina og grínið sem hefur sprottið upp vegna typpa-greinarinnar heldur Garnett því staðfastlega fram að ekki sé um æsingaskrif að ræða heldur gangi hún út á að skilja huga miðaldafólks. „Tilgangurinn með því að rannsaka söguna er að skilja hvernig fólk hugsaði í fortíðinni. Og miðaldafólk var ekki gróft, einfalt, fávískt fólk,“ segir Garnett. Að telja typpin á reflinum sé ekki klúrt eða kjánalegt samkvæmt Garnett. Með því hafi hann sýnt að refillinn sé lærð tilraun hönnuðarins til að tækla innrás Normanna í kóða. Hann sjái alls ekki eftir athyglinni sem greinin hefur fengið. „Ég hef skrifað bækur sem tók mig tuttugu ár. Greinin tók mig einn eftirmiðdag. En ef það er minnst einu sinni á typpi þá dregur það skyndilega að fjölda fólks sem myndi aldrei dreyma um að opna fræðitímarit,“ segir Garnett. Telur sig hafa fundið „týnda typpið“ Nú er hins vegar búið að draga typpatalningu Garnett í efa. Christopher Monk, fræðimaður sem hefur sérhæft sig í Bayeux-reflinum og engilsaxneskri nekt, sem er gjarnan kallaður Miðaldamunkurinn (e. Medieval Monk) telur sig hafa fundið 94. lim refilsins. Í talningu Garnett tilheyra öll typpin nöktum fígúrum en Monk telur sig hafa fundið klæddan mann með beran liminn. Á jaðri refilsins má á einum stað sjá mann á hlaupum sem er með eitthvað danglandi niður úr kirtli sínum. Garnett vill meina að þar sé slíður rýtings eða sverðs en Monk er viss um að það sé getnaðarlimur. Hér hægra megin má sjá manninn með það sem deilt er um hvort sé slíður eða limur.Bayeux safn „Ég efast ekki um að útlimurinn er karlkyns kynfæri - týnda typpið, skulum við segja,“ sagði Monk í hlaðvarpinu. Monk skrifaði árið 2016 bókakafla um nekt í reflum í greinasafnið Making Sense of the Bayeux Tapestry og segist viss um að hafa fundið nokkuð sem enginn annar hafði tekið eftir. Hann segir greinilega um lim og tvö eistu að ræða. Búin að telja Hvort sem um er að ræða typpi eða slíður er ljóst að deilurnar munu vekja frekari áhuga fólks á reflinum. Hérlendis vakti Ragnhildur Thorlacius, dagskrárgerðarkona hjá Rúv, til að mynda athygli Sigríðar Hagalín rithöfundar á grein History Extra um deilurnar. „Vesgú, frú Sigríður. Vesgú,“ skrifar Ragnhildur Thorlacius við færsluna sem hún birtir á Facebook-vegg Sigríðar. „Búin!“ svarar Sigríður og virðist þar eiga við að hún sé búin að telja typpin. Hún birtir síðan mynd af sér að skoða refilinn og skrifar: „Taldi 12 1/2“ Sigríður skoðar refilinn.
Bretland Myndlist Frakkland Fornminjar Tengdar fréttir Bayeux-refillinn fer á flakk Talið er að Bayeux-refillinn, eitt af stórvirkjum listasögunnar, verði fluttur frá Frakklandi til Englands þar sem hann mun verða hafður til sýnis. Er þetta í fyrsta sinn í 950 ár sem refillinn yfirgefur franska grundu. 17. janúar 2018 06:41 Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Bayeux-refillinn fer á flakk Talið er að Bayeux-refillinn, eitt af stórvirkjum listasögunnar, verði fluttur frá Frakklandi til Englands þar sem hann mun verða hafður til sýnis. Er þetta í fyrsta sinn í 950 ár sem refillinn yfirgefur franska grundu. 17. janúar 2018 06:41