Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 22:54 Vorkoma Akureyrar fór fram í dag, sumardaginn fyrsta. Daníel Starrason Egill Logi Jónasson er bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Þetta var kunngjört á Vorkomu Akureyrarbæjar var haldin í Menningarhúsinu Hofi í dag. Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu. Akureyri Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ segir að Egill Logi sé formaður í hópi þeirra ungu listamanna sem tilheyra listahópnum Kaktus á jarðhæð Ketilhússins í Listagilinu. Í umsögn faghóps um útnefninguna segir meðal annars: „Egill Logi er jafn vígur á myndlist og tónlist og óhræddur við að gera margvíslegar tilraunir. Hann er framsækinn og setur áþreifanlega mark sitt á listalífið á Akureyri ekki síst í Listagilinu.“ Heiðursviðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf í þágu menningar og samfélagsins hlutu að þessu sinni Rafn Sveinsson trommuleikari, Anna Richardsdóttir listakona og Þórarinn Hjartarson fyrir fjölbreytt framlag til menningarlífs í bænum. Sumarlistamaður Akureyrar 2025 er Guðmundur Tawan Víðisson, 22 ára Akureyringur sem starfar sjálfstætt að sinni eigin fatahönnun undir merkinu „Þúsund þakkir“. Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna. Eigandi Aðalstrætis 54 er Zontaklúbbur Akureyrar en eigendur Aðalstrætis 54a eru An-Katrien Lecluyse and Leo Broers. Akureyrarbær óskaði eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar og veittar voru tvær viðurkenningar í flokki einstaklinga. Adam Ásgeiri Óskarssyni var veitt viðurkenning fyrir hjálparstarf í þágu ABC Barnahjálpar í Búrkína Fasó. Í fréttatilkynningu segir að með þátttöku í hjálparstarfinu hafi hann stuðlað að uppbyggingu innviða í skólastarfi og þannig lagt grunn að velferð barna og samfélags. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey hlaut einnig mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar. Forsvarsfólk Hinsegin hátíðar í Hrísey eru Linda María Ásgeirsdóttir, Ingimar Ragnarsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. „Þeim er veitt viðurkenning fyrir að auka sýnileika hinsegin samfélagsins á landsbyggðinni með framtaki sínu og stuðla þannig að opnara og öruggara samfélagi fyrir alla,“ segir í fréttatilkynningu.
Akureyri Menning Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning