Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 08:04 Herjólfur á siglingu við Klettsvík. Skipstjórinn varð ekki varir við skemmtiferðaskipið fyrr en við Klettsnef. Vísir/Vilhelm Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa en atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra. Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar. Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar.
Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent