„Ég er mannleg“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:45 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist hafa verið að brúna kartöflur með páskalambinu þegar henni hafi brugðist bogalistin, eins og frægt er orðið. Hún notaði enskan titil Frans páfa í samfélagsmiðlafærslu um andlát hans. Vakti það hneykslan margra á samfélagsmiðlum. Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02