„Ég er mannleg“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:45 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist hafa verið að brúna kartöflur með páskalambinu þegar henni hafi brugðist bogalistin, eins og frægt er orðið. Hún notaði enskan titil Frans páfa í samfélagsmiðlafærslu um andlát hans. Vakti það hneykslan margra á samfélagsmiðlum. Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Í nýrri færslu segir forsetinn að henni þyki afskaplega vænt um Íslendinga og okkar dýrmæta tungumál. Hún hafi hins vegar ætlað að tengja við opinbera síðu páfans á Instagram, eins og fram kom fyrr í dag. „Ætlun mín var að tengja við opinbera síðu Frans páfa á Instagram svo ég sló inn Pope Francis og fékk upp @franciscus. Ég bað eiginmanninn (sem var að taka út hrygginn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kartöflurnar og færsluna í nokkrum flýti áður en mamma kom í mat. Í látunum fór að-merkið (@) forgörðum og því fór sem fór,“ skrifar Halla. Sjá einnig: Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Forsetinn segist axla fulla ábyrgð á færslunni og hún hafi breytt henni um leið og henni hafi verið bent á mistökin. Þá þakkar hún þeim sem standa vaktina og minna á mikilvægi þess að standa vörð um íslenskuna. Halla segist með þessu fólki í liði en hún sé mennsk og geti því ekki lofað að gera ekki fleiri mistök. Hins vegar trúi hún því að „af mistökunum lærum við mest og minnst lærum við þegar við teljum sjálfum okkur og öðrum trú um að við vitum allt best.“ Hún segir að sjaldan þekki fólk allar hliðar mála og að hennar mati sé fátt mikilvægara en að Íslendingar séu börnum sínum góð fyrirmynd og vandi orð sín og gjörðir og sýni þannig þroska til að skiptast á skoðunum og ræða mál af virðingu, umhyggju og kærleik.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Íslensk tunga Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02