Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Páskar erlendis
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og fjölskylda vörðu páskafríinu í Víetnam ásamt tveimur vinahjónum og börnum þeirra, Magnúsi Geir Þórðarsyni Þjóðleikhússtjóra og eiginkonu hans Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur og hjónunum Martinu Vigdísi Nardini lækni og Jóni Helga Erlendssyni framkvæmdarstjóra.
Systkinin og World Class erfingjarnir Birgitta Líf og Björn Boði fóru með fjölskyldunni til Spánar.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og fjölskylda fóru í frí til Frakklands yfir páskana.
Þjálfarinn Gurrý Torfadóttir og kærastinn Jón Benediktsson fiskútflytjandi, nutu páskanna saman á Tenerife. Nýlegt samband þar á ferðinni. Þau fóru meðal annars á tónleika Herra Hnetusmjörs ásamt öðrum 500 Íslendingum.
Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir brosir hringinn en hún og Benedikt Bjarnason trúlofuðu sig um páskana. Benedikt fór á skeljarnar á strönd í Cancún í Mexíkó.
Brynja Dan Gunnarsdóttir áhrifavaldur og eigandi Extraloppunnar fór einnig til Tenerife, bara hún og strákarnir.
Linda Benediktsdóttir og fjölskylda sleiktu sólina á spænsku eyjunni Furteventura.
Súkkulaði og sól á Íslandi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir naut sólarinnar á Íslandi í faðmi fjölskyldunnar.
Páskarnir voru draumi líkast hjá tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld en hún fagnaði 37 ára afmæli sínum um helgina.
Mari Jaersk hlaupadrottningin skellti sér í sjósund í veðurblíðunni.
Samfélagsmiðilastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir varði páskunum í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi.
Raunveruleikastjarnan Hildur Sif Hauksdóttir naut veðurblíðunnar í Reykjavík.
Elísabet Gunnars fór með fjölskyldunni í páskaeggjaleit í Kjósinni.
Aldrei fór ég suður
Páll Óskar Hjálmtýsson er aftur mættur upp á svið eftir nokkurra vikna veikindafrí eftir að hafa kjálkabrotnað. Palli lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði.
Coachella-gleði
Laufey Lín Jónsdóttir kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella aðra helgina í röð.
Júnía Lín tvíburasystir Laufeyjar lét sig ekki vanta á hátíðina og naut sín svo í Los Angeles.