Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. vísir/vilhelm Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís. Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís.
Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent