Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. apríl 2025 20:55 Kvikmyndaskóli Íslands hefur staðið í ströngu undanfarin misseri og var tekinn til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. Í tölvupósti sem barst kennurum við Kvikmyndaskólann í dag er greint frá viðræðunum. Þá er starfsfólki og nemendum boðið á kynningarfund á þriðjudaginn í húsakynnum Rafmenntar þar sem farið verður yfir framhaldið. Alvarleg staða Kvikmyndaskólans hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga. Rekstrarfélag skólans er farið í gjaldþrotameðferð og kennarar hafa unnið launalaust til að tryggja að nemendur útskrifist í vor. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum, lausn sem stjórnendur, starfsfólk og nemendur skólans voru óánægð með. Sjá einnig: „Ég er bara örvæntingarfull“ Óvíst með framhaldið Þór Pálsson skólastjóri Rafmenntar segir samstarfið fyrst og fremst snúast um nemendur. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra sagði á dögunum að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að ganga í samstarf við Kvikmyndaskólann. Í yfirlýsingu sem Rafmennt sendi frá sér í kjölfarið sagði að svo væri ekki. „Við teljum okkur skyldug til að bjarga nemendum og náminu sem þeir eru í. En ekki fara að stoppa það og láta þá skipta um nám eða fara að gera eitthvað annað. Eins og mér fannst tilboðið vera frá Tækniskólanum miðað við þær fréttir sem við fengum frá nemendum. Þannig að við ætlum allavega að klára önnina,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. En hvað svo? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Við óskum enn eftir samtali og samstarfi við menntamálayfirvöld. Það eru þessi fyrstu skref sem við tökum og svo verðum við að skoða, þegar önnin er búin, hvað svo.“ Þór segist að auki í góðu samtali við Háskólann á Bifröst, þar sem einnig er boðið upp á nám í kvikmyndagerð. Háskólinn sé tilbúinn að skoða hvernig útskriftarnemar Kvikmyndaskólans geti nýtt sér það við háskólann. Hann myndi þó fagna samtali við hvaða háskóla sem er. „Við erum bjartsýn um áframhaldandi nám í kvikmyndagerð á Íslandi. Við höfum áhuga á að það sé lifandi og byggja á því metnaðarfulla starfi sem hefur verið í Kvikmyndaskólanum hingað til.“ Miklar vendingar á skömmum tíma Hlín Jóhannesdóttir rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir vendingar hafa gengið með miklum hraða á mjög stuttum tíma. Hún gerir sér miklar vonir um að með breytingunum sé hægt að halda náminu áfram og jafnvel bæta um betur í framhaldinu. Þá tekur hún í sama streng og Þór og segir starfsfólk fyrst og fremst vera að hugsa um nemendurna svo þeir fái að ljúka vorönninni hið minnsta. „Þetta er nám sem við þurfum að hafa og halda á Íslandi og úr því sem komið er, er þetta það besta sem okkur bauðst og mér líst ágætlega á það,“ segir Hlín í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir óvissu um framtíð skólans kveðst hún bjartsýn. Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13. apríl 2025 19:47 Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13. apríl 2025 18:00 Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. 14. apríl 2025 21:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Í tölvupósti sem barst kennurum við Kvikmyndaskólann í dag er greint frá viðræðunum. Þá er starfsfólki og nemendum boðið á kynningarfund á þriðjudaginn í húsakynnum Rafmenntar þar sem farið verður yfir framhaldið. Alvarleg staða Kvikmyndaskólans hefur verið áberandi í umræðunni undanfarna daga. Rekstrarfélag skólans er farið í gjaldþrotameðferð og kennarar hafa unnið launalaust til að tryggja að nemendur útskrifist í vor. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum, lausn sem stjórnendur, starfsfólk og nemendur skólans voru óánægð með. Sjá einnig: „Ég er bara örvæntingarfull“ Óvíst með framhaldið Þór Pálsson skólastjóri Rafmenntar segir samstarfið fyrst og fremst snúast um nemendur. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra sagði á dögunum að Rafmennt hefði hætt við áform sín um að ganga í samstarf við Kvikmyndaskólann. Í yfirlýsingu sem Rafmennt sendi frá sér í kjölfarið sagði að svo væri ekki. „Við teljum okkur skyldug til að bjarga nemendum og náminu sem þeir eru í. En ekki fara að stoppa það og láta þá skipta um nám eða fara að gera eitthvað annað. Eins og mér fannst tilboðið vera frá Tækniskólanum miðað við þær fréttir sem við fengum frá nemendum. Þannig að við ætlum allavega að klára önnina,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. En hvað svo? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Við óskum enn eftir samtali og samstarfi við menntamálayfirvöld. Það eru þessi fyrstu skref sem við tökum og svo verðum við að skoða, þegar önnin er búin, hvað svo.“ Þór segist að auki í góðu samtali við Háskólann á Bifröst, þar sem einnig er boðið upp á nám í kvikmyndagerð. Háskólinn sé tilbúinn að skoða hvernig útskriftarnemar Kvikmyndaskólans geti nýtt sér það við háskólann. Hann myndi þó fagna samtali við hvaða háskóla sem er. „Við erum bjartsýn um áframhaldandi nám í kvikmyndagerð á Íslandi. Við höfum áhuga á að það sé lifandi og byggja á því metnaðarfulla starfi sem hefur verið í Kvikmyndaskólanum hingað til.“ Miklar vendingar á skömmum tíma Hlín Jóhannesdóttir rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir vendingar hafa gengið með miklum hraða á mjög stuttum tíma. Hún gerir sér miklar vonir um að með breytingunum sé hægt að halda náminu áfram og jafnvel bæta um betur í framhaldinu. Þá tekur hún í sama streng og Þór og segir starfsfólk fyrst og fremst vera að hugsa um nemendurna svo þeir fái að ljúka vorönninni hið minnsta. „Þetta er nám sem við þurfum að hafa og halda á Íslandi og úr því sem komið er, er þetta það besta sem okkur bauðst og mér líst ágætlega á það,“ segir Hlín í samtali við fréttastofu. Þrátt fyrir óvissu um framtíð skólans kveðst hún bjartsýn.
Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13. apríl 2025 19:47 Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13. apríl 2025 18:00 Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. 14. apríl 2025 21:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
„Við erum tilbúin í samstarf“ Forsvarsmenn þekkingarfyrirtækisins Rafmenntar segjast vera tilbúin í samastarf við mennta- og barnamálaráðuneytið vegna reksturs Kvikmyndaskóla Íslands. Ráðherra sagði í viðtali við RÚV að Rafmennt hafi hætt við áformin. 13. apríl 2025 19:47
Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd. 13. apríl 2025 18:00
Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. 14. apríl 2025 21:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent