Einhleypir karlmenn standa verst Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 11:30 Sólin brýst fram úr skýjunum á Reykjanesinu. Flestir landsmenn segjast vera ánægðir með líf sitt. vísir/vilhelm Nær 85 prósent landsmanna segjast ánægðir með líf sitt sem er nokkuð hærra hlutfall en fyrir áratug. Tæplega 7 prósent mælast óánægðir og nær 9 prósent hvorki ánægðir né óánægðir. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira