Einhleypir karlmenn standa verst Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 11:30 Sólin brýst fram úr skýjunum á Reykjanesinu. Flestir landsmenn segjast vera ánægðir með líf sitt. vísir/vilhelm Nær 85 prósent landsmanna segjast ánægðir með líf sitt sem er nokkuð hærra hlutfall en fyrir áratug. Tæplega 7 prósent mælast óánægðir og nær 9 prósent hvorki ánægðir né óánægðir. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallups en fyrir tíu árum sögðust 74 prósent landsmanna vera ánægðir með líf sitt og aðeins færri árin á undan. Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en það yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Mikill meirihluti sagðist vera ánægður með líf sitt. Gallup Jafnframt kemur fram í samantekt Gallup að ánægja með lífið mælist minnst hjá einhleypum körlum. Aðeins 64 prósent þeirra segjast ánægðir með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Á sama tíma segjast rúmlega 81 prósent einhleypra kvenna ánægðar með líf sitt. Þegar horft er til aldurs sést að fólk sem er 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46 til 66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn á heimilinu undir 18 ára. Fólk á aldrinum 35 til 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18 til 45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu. Framsóknarfólk ánægðast Fólk sem myndi kjósa Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Hér má sjá niðurstöðurnar brotnar niður eftir samfélagshópum. Einhleypar konur eru almennt ánægðari en einhleypir karlmenn. Gallup Niðurstöðurnar eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 21. mars til 1. apríl 2025. Spurt var: „Ert þú almennt ánægð(ur), óánægð(ur) eða hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) með líf þitt?“ Heildarúrtaksstærð var 1.713 og þátttökuhlutfall var 51,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Skoðanakannanir Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira