„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 23:50 Flugvél flugfélagsins Mýflug en félagið dró verulega úr rekstri á dögunum. Skjáskot/Stöð 2 Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“ Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Kveikur greindi frá því í gær að fjölmargar stofnanir og opinber hlutafélög hafi á undanförnum árum keypt flugferðir af aðilum sem ekki eru með flugrekstrarleyfi. Á Íslandi er óheimilt að selja flugferðir án þess að vera með slíkt leyfi. Axel Sölvason, sem var flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug, skrifar í kvöld pistil á Facebooksíðu sinni þar sem hann fer yfir það sem hann vill meina að séu íþyngjandi reglur sem geri minni háttar flugstarfsemi erfitt fyrir. Á dögunum var greint frá því að Mýflug muni draga verulega úr rekstri og allir flugmenn félagsins láta af störfum. „Í dag er það orðið nánast ómögulegt fyrir einstakling eða lítinn hóp að stofna flugfélag án þess að hafa tugi milljóna til að eyða í leyfisvinnu, handbækur og innri gæðaeftirlit sem hefur lítið með raunverulegt flugöryggi að gera,“ skrifar Axel en hann hefur starfað í útsýnisflugi fyrir Mýflug Air í nokkur ár. „Hættuleg nálgun“ Hann segir það viðhorf, að flug sem ekki fer fram undir nafni stórra flugfélagi sé varasamt eða hættulegt, sé villandi nálgun en hann vísar þá til umfjöllunar Kveiks þar sem greint var frá að tvö flugslys hafi orðið á síðustu árum þar sem flugvélarnar voru án flugrekstrarleyfis. „Í báðum þeim slysum sátu atvinnuflugmenn með mikla reynslu við stýrið, þar á meðal einn sem starfaði sem flugmaður hjá einu af þessum stóru flugfélögum.“ Axel tíundar í pistli sínum kostnaðinn við að reka litla flugvél og segir að það sé ekki raunhæft fyrir minni aðila að fá flugrekstrarleyfi nema viðkomandi sé með tugmilljóna fjárfestingu og áratugalangan rekstrargrunn að baki. „Flugrekstrarleyfi á Íslandi krefst ekki aðeins um það bil 15 milljóna í startkostnað, heldur einnig árlegra eftirlitsgjalda, sérstaks starfsfólks í svokölluðum „post-holder“ stöðum, handbókagerðar og endalausra skýrsluskila. Þetta er í raun kerfi sem var hannað fyrir flugfélög eins og Lufthansa - ekki einstaklinga með Cessnu sem vilja fljúga með nokkra ferðamenn að skoða hálendið.“ Mátar kerfið við smábátaeigendur Þá segir Axel að ef tilgangur regluverksins sé að tryggja öryggi, þá sé kominn tími á að greina á milli stórrar atvinnustarfsemi og minni háttar farþegaflugs. „Þegar lögin verða það þung að almenn skynsemi og góður ásetningur dugar ekki lengur, þá fer fólk að leita hjáleiða. Og þegar kerfið býr þannig um hnútana að jafnvel heiðarlegustu aðilar gefast upp - eins og Mýflug nú gerir - þá eigum við að spyrja: Hver er tilgangur regluverksins?“ Þá ber hann stöðu flugmanna saman við smábátaeigendur og spyr hvað yrði sagt ef svipað kerfi yrði sett þar á. „Ef einhver á 5 manna bát og fer annað slagið með fólk í veiði fyrir smá aur, krefjumst við þá að hann uppfylli sömu skilyrði og skemmtiferðaskip með 4000 manns um borð?“
Fréttir af flugi Samgöngur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira