Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 13:50 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“ Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira
Hópur andstæðinga trans fólks hefur háð áralanga baráttu fyrir dómstólum til að fá þessa niðurstöðu fram en málið snerist um merkingu hugtakanna „kyns“, „karls“ og „konu“, í breskum jafnréttislögum. Samtök kvenna sem eru mótfallin trans fólki stefndu skoskum stjórnvöldum þegar þau samþykktu lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana árið 2018, sem gerðu ráð fyrir að trans konur teldust konur. Stjórnandi samtakanna hélt því fram að þannig gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Grafi undan tilverurétti trans fólks Segir í niðurstöðu dómsins að þó að orðið líffræðilegt komi ekki fram í lögunum megi lesa úr þeim að ákvæðin næðu yfir fólk sem hefði tilekin líffræðileg einkenni, sem gerði það annað hvort að körlum eða konum. Aðrar skilgreiningar á lögunum gerðu þau samhengislaus og óframfylgjaneg. Niðurstaðan snýst aðeins um túlkun á þessum lögum, ekki almenna skilgreiningu á kynjunum. „Við fyrstu sýn virðist þetta hafa áhrif á mjög takmörkuðu sviði en það sem þetta er í raun og veru og það sem er alvarlegast við þetta er að þetta er einn staksteinn í þeirri vegferð að grafa undan trans fólki. Grafa undan tilverurétti trans fólks,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Hún nefnir að þettta sé nýjasta málið af mörgum, af svipuðum toga. „Við sjáum þetta auðvitað víðs vegar og úti um allan heim.Mest áberandi undanfarið hefur verið umræðan um það sem er að gerast í Bandaríkjunum því það er að gerast svo hratt og á svo stórum skalaen þetta er í rauninni sama vegferðin og við erum að sjá í Bretlandi og Ungverjalandi og mörgum fleiri löndum.“ Verði að líta til heimahaganna Ungversk stjórnvöld ákváðu fyrr í vikunni að banna fjöldasamkomur hinsegin fólks, þar á meðal gleðigönguna. Bjarndís segir þetta mikið áhyggjuefni, þarna sé verið að vega að réttindum hins almenna borgara. „Þetta er skipulagt, þetta er ekki að gerast organískt. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Bjarndís. „Þetta er ekki eitthvað sem er að gerast í neinu tómarúmi. Þetta er vegferð sem, fyrir sjö árum síðan bannaði ríkisstjórn Victors Orban kynjafræði í háskólum. Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja þetta í samhengi við umræðuna hér á Íslandi, til dæmis sem við höfum séð á Alþingi nýlega.“
Hinsegin Bretland Ungverjaland Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Sjá meira