Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2025 15:54 Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl. Vísir/Vilhelm Landris heldur áfram undir Svartsengi og mælist það nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Of snemmt er að segja til um þróun á hraða kvikusöfnunarinnar en á meðan hún heldur áfram eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem byggir á aflögunargögnum og öðrum upplýsingum. Þar segir að hraði landrisins geti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í síðasta atburði og skjálftavirkni við kvikuganginn haldi áfram en fari minnkandi. „Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023,“ segir í tilkynningunni. Líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum Þó erfitt sé að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar þá sýni reynsla frá fyrri atburðum að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þurfi í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast. „Miðað við þau gögn sem liggja fyrir er ljóst að innflæði kviku undir Svartsengi heldur áfram og er því atburðarásinni á Sundhnúksgígaröðinni ekki lokið. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum,“ segir í tilkynningunni. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl, að öllu óbreyttu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59 Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51 Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem byggir á aflögunargögnum og öðrum upplýsingum. Þar segir að hraði landrisins geti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í síðasta atburði og skjálftavirkni við kvikuganginn haldi áfram en fari minnkandi. „Um 30 milljón rúmmetrar fóru úr kvikuhólfinu 1. apríl sem gerir þetta stærsta kvikuhlaupið síðan 10. nóvember 2023,“ segir í tilkynningunni. Líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum Þó erfitt sé að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar þá sýni reynsla frá fyrri atburðum að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þurfi í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast. „Miðað við þau gögn sem liggja fyrir er ljóst að innflæði kviku undir Svartsengi heldur áfram og er því atburðarásinni á Sundhnúksgígaröðinni ekki lokið. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi eru líkur á endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og meta mögulegar sviðsmyndir út frá nýjustu gögnum,“ segir í tilkynningunni. Hættumat hefur verið uppfært og gildir til 15. apríl, að öllu óbreyttu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59 Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51 Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6. apríl 2025 11:59
Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa rúmlega 300 skjálftar mælst síðasta sólahringinn. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að enn mælist smáskjálftar við kvikuganginn á um fjögurra til sex kílómetra dýpi. 5. apríl 2025 10:51
Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4. apríl 2025 14:54