Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2025 22:11 Kvikugangur frá Krýsuvíkureldstöðinni, sem væri álíka stór og sá sem myndaðist í umbrotunum í síðustu viku, gæti náð inn í Heiðmörk. Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Nýlegt dæmi sýnir að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi tugi kílómetra frá megineldstöðinni. Í fréttum Stöðvar 2 var eldgosið í Holuhrauni rifjað upp en þá opnaðist gossprunga norðan Vatnajökuls. Því gosi lauk einmitt um þetta leyti fyrir tíu árum. Frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2014. Kvikan kom frá Bárðarbungu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Það var hins vegar í raun eldstöðin Bárðarbunga sem þá gaus. Hún sendi frá sér kvikugang alls um 45 kílómetra leið. Hann braut sér leið til yfirborðs með stórgosi í Holuhrauni, sem talið er mesta hraungos á Íslandi frá Skaftáreldum. Með sama hætti var eldgosið í Lakagígum árið 1783 í raun Grímsvatnagos. Talið er að kvikugangur frá Grímsvötnum hafi þá komist áttatíu kílómetra og orsakað Skaftárelda. Kvikugangurinn sem Bárðarbunga sendi frá sér inn í Holuhraun árið 2014 var 45 kílómetra langur.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgjárgosið, sem núna er tímasett árin 939-940, er metið enn stærra. Það er talið hafa verið Kötlugos. Kvikugangur frá Kötlu virðist þá hafa náð að komast áttatíu kílómetra leið út frá eldstöðinni. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að kvikugangurinn, sem myndaðist í umbrotunum á Reykjanesi í síðustu viku, hafi verið nærri tuttugu kílómetra langur. Hann orsakaði þó aðeins lítið eldgos við Grindavík. Um tíma varaði Veðurstofan við því að hann gæti brotist upp á yfirborð með eldgosi norðvestan Keilis og þannig ógnað Reykjanesbraut. Sú hætta virðist núna yfirstaðin, í bili að minnsta kosti. Skaftáreldar árið 1783 eru taldir hafa orsakast vegna áttatíu kílómetra langs kvikugangs frá Grímsvötnum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldfjallafræðingar virðast hins vegar sammála um að Reykjaneseldar eigi eftir að færa sig yfir í fleiri eldstöðvakerfi Reykjanesskagans, þar á meðal Krýsuvíkurkerfið. Það er umhugsunarvert að sjá hvernig álíka stór kvikugangur, og myndaðist í síðustu viku, gæti litið út ef hann bryti sér leið eftir sprungukerfum Krýsuvíkureldstöðvarinnar í átt að höfuðborgarsvæðinu. Slíkur gangur myndi ná upp í Heiðmörk. Það þarf raunar ekki annað en að skoða Búrfellsgjá og hraunin í Hafnarfirði og Garðabæ til að ímynda sér hvað gæti gerst. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson Þetta er ein ástæða þess að Veðurstofa Íslands vinnur núna að gerð hættumats fyrir höfuðborgarsvæðið. En til allrar lukku er Reykjanesskaginn þekktur fyrir miklu minni eldgos en stóru eldstöðvarnar Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var eldgosið í Holuhrauni rifjað upp en þá opnaðist gossprunga norðan Vatnajökuls. Því gosi lauk einmitt um þetta leyti fyrir tíu árum. Frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2014. Kvikan kom frá Bárðarbungu.Vísir/Egill Aðalsteinsson Það var hins vegar í raun eldstöðin Bárðarbunga sem þá gaus. Hún sendi frá sér kvikugang alls um 45 kílómetra leið. Hann braut sér leið til yfirborðs með stórgosi í Holuhrauni, sem talið er mesta hraungos á Íslandi frá Skaftáreldum. Með sama hætti var eldgosið í Lakagígum árið 1783 í raun Grímsvatnagos. Talið er að kvikugangur frá Grímsvötnum hafi þá komist áttatíu kílómetra og orsakað Skaftárelda. Kvikugangurinn sem Bárðarbunga sendi frá sér inn í Holuhraun árið 2014 var 45 kílómetra langur.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgjárgosið, sem núna er tímasett árin 939-940, er metið enn stærra. Það er talið hafa verið Kötlugos. Kvikugangur frá Kötlu virðist þá hafa náð að komast áttatíu kílómetra leið út frá eldstöðinni. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að kvikugangurinn, sem myndaðist í umbrotunum á Reykjanesi í síðustu viku, hafi verið nærri tuttugu kílómetra langur. Hann orsakaði þó aðeins lítið eldgos við Grindavík. Um tíma varaði Veðurstofan við því að hann gæti brotist upp á yfirborð með eldgosi norðvestan Keilis og þannig ógnað Reykjanesbraut. Sú hætta virðist núna yfirstaðin, í bili að minnsta kosti. Skaftáreldar árið 1783 eru taldir hafa orsakast vegna áttatíu kílómetra langs kvikugangs frá Grímsvötnum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldfjallafræðingar virðast hins vegar sammála um að Reykjaneseldar eigi eftir að færa sig yfir í fleiri eldstöðvakerfi Reykjanesskagans, þar á meðal Krýsuvíkurkerfið. Það er umhugsunarvert að sjá hvernig álíka stór kvikugangur, og myndaðist í síðustu viku, gæti litið út ef hann bryti sér leið eftir sprungukerfum Krýsuvíkureldstöðvarinnar í átt að höfuðborgarsvæðinu. Slíkur gangur myndi ná upp í Heiðmörk. Það þarf raunar ekki annað en að skoða Búrfellsgjá og hraunin í Hafnarfirði og Garðabæ til að ímynda sér hvað gæti gerst. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson Þetta er ein ástæða þess að Veðurstofa Íslands vinnur núna að gerð hættumats fyrir höfuðborgarsvæðið. En til allrar lukku er Reykjanesskaginn þekktur fyrir miklu minni eldgos en stóru eldstöðvarnar Katla, Grímsvötn og Bárðarbunga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36 Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43
Mannsaldrar gætu liðið áður en næsta eldstöðvarkerfi vaknar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur að langur aðdragandi gæti orðið að því að næsta eldstöðvarkerfi vakni á Reykjanesskaga. Hann segir ótímabært að byggja upp varnargarða við Hafnarfjörð en nauðsynlegt sé að styrkja skipulagslög gagnvart eldgosavá. 3. febrúar 2024 06:36
Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent