Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Páll Pálsson er fasteignasali segir söluþóknun fasteignasala alltaf umsemjanleg. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira