Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 13:03 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024 Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem því var haldið fram að Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að fjalla um málefni Íslandspósts. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að félagið hafi sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins erindi þar sem fyrst var vakin athygli á þessu vanhæfi. „Eftir að „frumathugun“ Ríkisendurskoðunar, sem unnin var í framhaldi af skýrslubeiðni Alþingis, var kynnt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 14. marz í fyrra, sendi FA nefndinni erindi, þar sem í fyrsta lagi var vakin athygli á vanhæfi Ríkisendurskoðunar til að sinna þeirri beiðni, þar sem stofnunin var ráðgjafi Íslandspósts við að stilla upp tölum úr rekstri fyrirtækisins til að fá sem hæst framlög úr ríkissjóði. Beiðni þingsins sneri einmitt meðal annars að því hvort framlög skattgreiðenda til Íslandspósts væru rétt reiknuð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er einnig bent á að þessu erindi hafi fylgt minnisblað þar sem félagið hafi með ítarlegum hætti farið yfir frumathugun Ríkisendurskoðunar og bent á mörg atriði það sem félagið taldi embættið ekki svara spurningum þingsins. Auk þess hafi félagið sent nefndinni minnisblað sem innihélt upplýsingar er varða svör við spurningum sem þingið lagði fram í sinni skýrslubeiðni. Það ætti að teljast nægilegt svo gagnrýnin gæti talist „málefnaleg og vel rökstudd“. „Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að margar spurningar þingsins hafi lotið að málum sem þegar höfðu fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Í minnisblaði FA er bent á að beiðni þingsins laut einmitt að skoðun á því hvernig framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu hefði verið háttað. Verið var að biðja um eftirlit með eftirlitinu, ef svo má segja. Ríkisendurskoðun varð ekki við þeirri beiðni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sáu ekki tilgang í frekari samskiptum Þá er það einnig gagnrýnt að í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar sé fullyrt að félagið hafi ekki verið í samskiptum við embættið vegna þessa máls. „FA sendi Ríkisendurskoðun fjölda gagna vegna skýrslubeiðni Alþingis og átti fund með stofnuninni. Þegar afurðin lá fyrir, var ljóst að áhugi Ríkisendurskoðunar á réttum upplýsingum í málinu var enginn. FA sá því ekki tilgang í frekari samskiptum við stofnunina um þetta mál.“ Félagið segir það auk þess vekja furðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki strax gert grein fyrir vanhæfi sínu eða að það væri ekki á þeirra verksviði að svara spurningum þingsins. „Það hefði þá verið hægt að leita annarra leiða við úttekt á framkvæmd og eftirliti með póstlögunum, sem þingið telur augljóslega, líkt og FA, að sé í ólestri,“ segir í yfirlýsingunni og að félagið sé algjörlega ósammála því að verkefnið sé ekki á verksviði Ríkisendurskoðunar. „Skýrslubeiðni þingsins sneri, eins og áður sagði, að meðferð fjármuna skattgreiðenda, sem runnið hafa til Íslandspósts og fjármagnað undirverðlagningu fyrirtækisins, sem bitnað hefur á keppinautum þess. Tilgangur stjórnsýsluúttekta Ríkisendurskoðunar er meðal annars að horfa til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, eins og segir í 6. grein laga um ríkisendurskoðanda.“ Erindi félagsins og minnisblöð tengd málinu eru aðgengileg að neðan: Erindi FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, dags. 26. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - ákvarðanir um gjaldskrá Íslandspósts, dags. 1. marz 2024 Minnisblað FA til Ríkisendurskoðunar - misbrestur á framkvæmd póstlaga, dags. 1. marz 2024
Alþingi Pósturinn Félagasamtök Rekstur hins opinbera Ríkisendurskoðun Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira