„Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2025 15:31 Páll og Hilmar segja báðir að við séum á rangri leið í skipulagi Reykjavíkur. Arkitekt segir að verið sé að byggja glænýju hverfi borgarinnar fyrir verktakana og fjáreigendurna en ekki íbúana. Byggt er svo þétt að ekki er gert ráð fyrir að íbúar fái fjölskyldu eða vini í heimsókn. Í glænýjum þéttum hverfum borgarinnar eru einungis 70% íbúða með bílastæði og oft hreinlega engin gestastæði þannig að ekki er hægt að fá gesti í heimsókn. Þétting byggðar hjá borginni gengur meðal annars út á að fækka bílum í borginni þannig að fleiri ferðist með strætisvögnum og fari hjólandi og svo með Borgarlínunni þegar og ef hún kemur. Fagaðilar eins og arkitektar og umhverfissálfræðingar hafa gagnrýnt aðferðafræði borgarinnar og kalla eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar í borginni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér málin í síðustu viku. „Við sáum það að borgin er að breytast og það er verið að byggja mikið af mjög stórum húsum sem hafa þau einkenni að vera hönnuð og byggð fyrir fjárfesta og ekki fyrir markaðinn. En fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram. „Hvatinn er því bara að byggja mikið og þétt.“ „Við sjáum það núna þegar þessi verkefni fara af stað, eru byggð og verða að raunveruleika að það er kannski full ástæða til að fara aðeins að staldra við og sjá hvort við séum í raun og veru á þeirri leið sem við viljum. Hvort við séum að skapa það umhverfi og aðstæður sem við viljum vera að skapa. Þetta er svona það sem maður kallar spennitreyjuskipulag,“ segir Páll Jakob Líndal sem er doktor í umhverfissálfræði. „Sveigjanleikinn í umhverfismótuninni er mjög lítill. Þetta er svo frábrugðið því umhverfi sem við þróuðumst í og okkar skynbragð og líkami er hannaður til að vera í,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Borgarlína Skipulag Reykjavík Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Byggt er svo þétt að ekki er gert ráð fyrir að íbúar fái fjölskyldu eða vini í heimsókn. Í glænýjum þéttum hverfum borgarinnar eru einungis 70% íbúða með bílastæði og oft hreinlega engin gestastæði þannig að ekki er hægt að fá gesti í heimsókn. Þétting byggðar hjá borginni gengur meðal annars út á að fækka bílum í borginni þannig að fleiri ferðist með strætisvögnum og fari hjólandi og svo með Borgarlínunni þegar og ef hún kemur. Fagaðilar eins og arkitektar og umhverfissálfræðingar hafa gagnrýnt aðferðafræði borgarinnar og kalla eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar í borginni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér málin í síðustu viku. „Við sáum það að borgin er að breytast og það er verið að byggja mikið af mjög stórum húsum sem hafa þau einkenni að vera hönnuð og byggð fyrir fjárfesta og ekki fyrir markaðinn. En fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram. „Hvatinn er því bara að byggja mikið og þétt.“ „Við sjáum það núna þegar þessi verkefni fara af stað, eru byggð og verða að raunveruleika að það er kannski full ástæða til að fara aðeins að staldra við og sjá hvort við séum í raun og veru á þeirri leið sem við viljum. Hvort við séum að skapa það umhverfi og aðstæður sem við viljum vera að skapa. Þetta er svona það sem maður kallar spennitreyjuskipulag,“ segir Páll Jakob Líndal sem er doktor í umhverfissálfræði. „Sveigjanleikinn í umhverfismótuninni er mjög lítill. Þetta er svo frábrugðið því umhverfi sem við þróuðumst í og okkar skynbragð og líkami er hannaður til að vera í,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Borgarlína Skipulag Reykjavík Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“