Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2025 21:31 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir lagði í gær fram tillögu um að færa einkaflugi, þyrluflugi og kennsluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjórn samþykkti að fela borgarstjóra að koma slíku til leiðar í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Forseti Flugmálafélagsins segir málið allt mikil vonbrigði. Vísir/Sigurjón Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði. Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu