Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2025 21:31 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir lagði í gær fram tillögu um að færa einkaflugi, þyrluflugi og kennsluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Borgarstjórn samþykkti að fela borgarstjóra að koma slíku til leiðar í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Forseti Flugmálafélagsins segir málið allt mikil vonbrigði. Vísir/Sigurjón Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði. Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, um að umferð einkaþotna, þyrlu og kennsluflugs verði færð frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst. Hún segir markmiðið með tillögunni að skapa sátt um umgjörð áætlunar- og sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli því hann sé ekki á förum næstu 15-20 árin. „Við þurfum að hugsa um almannahagsmuni sem er þá fyrir alla þjóðina og það felst í þessari tillögu. Hún tryggir að sjúkraflugið og áætlunarflugið virki en það sem snýr meira að sérhagsmunum eins og einkaþotur fyrir efnað fólk eða þyrluflug fyrir ferðamenn, það má finna því nýjan stað.“ Mikil aukning á einkaflugi Hún vilji draga úr ónæði vegna flugumferðar. „Ég held að fæst geri sér grein fyrir því hvað hefur orðið mikil breyting á Reykjavíkurflugvelli undanfarin ár. Mörg sem hafa verið að kaupa sér fasteignir hérna, og óraði ekki fyrir þeim mikla fjölda einkaþotna og þyrluflugs sem er á hverjum degi. Við þekkjum öll Reykvíkingar sjúkraflugið, kennsluflugið og áætlunarflugið og það er eitthvað sem við erum orðin vön en þessi mikla aukning sem hefur orðið í einkaþotum og þyrlum - hún er ný. Það er mikil hávaðamengun og mikil almenn slysahætta og mengun með áhættusömum flugrekstri inn í miðri borg og við verðum að lágmarka það.“ Borgarstjóra verður falið að finna fluginu nýjan stað í samvinnu við ráðherra og ISAVIA. Mikil takmörkun á starfsemi ef af verður Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir flugsamfélagið hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að málið sé komið í þennan farveg. Matthías er forseti Flugmálafélagsins en hann er líka flugmaður hjá Icelandair.Vísir/sigurjón „Um það leyti sem við erum loksins að fá enduropnaða braut eftir að trén voru hoggin niður þá er þetta það næsta sem við fáum frá borginni. Það er í rauninni að skera af og takmarka þá starfsemi sem er á vellinum í dag og að okkar mati er það ekki í samræmi við fyrra samkomulag sem segir að það eigi að tryggja og passa upp á þá starfsemi sem er á Reykjavíkurflugvelli.“ Ekkert raunhæft á borðinu Matthías segir skilaboðin frá borginni skapa óvissu. „Hvað verður um okkur og hvert eigum við að fara? Það eru engar lausnir og það er ekkert sem menn hafa lagt á borðið sem er raunhæft í tengslum við það hvert við eigum að fara eða með hvaða hætti þessi starfsemi getur lifað áfram. Það er það sem hefur verið erfiðast fyrir okkur í gegnum áratugina. Við höfum verið öll af vilja gerð til þess að finna lausnir og leita leiða til þess að geta unnið með nærsamfélaginu og borginni en svo fáum við þetta í andlitið.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn. 1. apríl 2025 20:48
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. 31. mars 2025 15:01