Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 12:33 Sigurbjörg Erla vill að bæjarstjórinn taki sömu lækkun á heildarlaun sín og kjörnir fulltrúar. Píratar Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu. Samkvæmt nýjum hagræðingartillögum í Kópavogi vegna nýs kjarasamnings kennara lækka ekki heildarlaun bæjarstjóra, heldur aðeins greiðslur til hans vegna starfa sem bæjarfulltrúi. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofu að sömuleiðis hafi verið lagt fram í tillögunni að akstursstyrkur bæjarstjóra verði endurskoðaður og að bæjarstjóri þiggi ekki lengur laun fyrir stjórnarsetu sína í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sigurbjörg segist besta mál að Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri leggi til launalækkun um tíu prósent hjá kjörnum fulltrúum. „Tillaga hennar felur þó aðeins í sér 1,8 prósenta launalækkun fyrir hana sjálfa. Það er að segja, hún leggur til að eigin laun lækki aðeins um tíu prósent af bæjarfulltrúalaununum sem eru aðeins lítill hluti af hennar launum sem bæjarstjóri. Mánaðarlaun hennar eru í dag 2.538.771 krónur fyrir utan fastan bifreiðastyrk sem hljóðar upp á 1.250 kílómetra akstur eða 176.250 krónur. Svo fær hún í ofanálag greitt sérstaklega fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ásamt öðrum bæjarstjórum og borgarstjóra, sem eru rúmar 200.000 krónur á mánuði.“ Tillögurnar afgreiddar fyrir næsta fund Samkvæmt fundargerð bæjarráðs voru tillögur bæjarstjóra auk tillagna minnihlutans sendar til nánari útfærslu á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar. Sigurbjörg segir minnihlutann ekki hafa fengið mikil viðbrögð við sinni tillögu á fundinum en á von á því að málið verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi. Miðað við fjölmiðlaviðtöl sem Ásdís hafi farið í gær um tillögurnar megi þó ekki skilja að hún ætli að taka tillit til breytingartillögunnar. Hagræðingartillögurnar voru lagðar fram á fundi bæjarstjórnar í gær vegna áhrifa nýs kjarasamnings kennara á fjárhagsáætlun bæjarins. Í tillögunum er lagt til að laun verði lækkuð, að sett verði á ráðningarbann, að dregið verði úr aðkeyptri þjónustu, að þak verði sett á prentun, ökutækjastyrkir starfsmanna verði endurskoðaðir og að umfang sumarstarfa verði minna en áætlað hafði verið. Áætluð áhrif kjarasamninganna á bæjarsjóð vegna leik- og grunnskólakennara fyrir árið 2025 eru samkvæmt áætlun bæjarins um 1.217 milljónir króna eða 470 milljónum umfram það sem fjárhagsáætlun ársins 2025 kveður á um. Í tillögunum er lagt til að laun allra kjörinna fulltrúa verði lækkuð um ákveðið hlutfall. Hvað varðar bæjarstjóra segir í tillögunni að laun bæjarstjóra verði lækkuð í samræmi við það en einnig verði það „útfært þannig að þóknun fyrir setu í bæjarstjórn verður skilin frá launum bæjarstjóra.“ Bæjarstjóra verði þannig greitt fyrir störf sín annars vegar og sé bæjarstjóri einnig bæjarfulltrúi verði laun hans lækkuð eins og annarra. Bæjarfulltrúar fá í dag greitt 415.626 þúsund krónur fyrir 28,05 prósenta starfshlutfall. Samkvæmt tillögum bæjarstjóra á að lækka hlutfallið í 25,25 prósent og launin í samræmi við það. Akstursstyrkir annarra lækkaðir Sigurbjörg segir það skjóta skökku við að bæjarstjórinn taki ekki á sig sömu launalækkun á heildarlaun sín og kjörnir fulltrúar. „Hún vill aðskilja þetta tvennt og aðeins taka á sig tíu prósenta lækkun á bæjarfulltrúahlutanum. Það er aðeins um 1,8 prósent af hennar launum og jafnvel minna ef þú horfir á öll launin,“ segir Sigurbjörg Erla og á þá við akstursstyrkinn og greiðsluna fyrir stjórnarsetuna í Slökkviliðinu. Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða. „Þetta fólk vinnur við að fara með fatlaða einstaklinga í einhverja virkni til að sporna gegn félagslegri einangrun þeirra,“ segir Sigurbjörg. Ekki hafi komið fram á fundinum að lækka ætti akstursgreiðslur bæjarstjórans með sama hætti. „Hún vinnur í Hamraborg og sækir fundi slökkviliðs og SSH í Hamraborg. Þannig það er ekki mikill akstur þó auðvitað verði að gera ráð fyrir einhverjum akstri.“ Næsta hækkun í júlí 2026 Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir nauðsynlegt að launin séu skoðuð í heildarsamhengi. „Ég er annars vegar starfsmaður Kópavogsbæjar og hins vegar kjörinn fulltrúi. Við leggjum til að laun kjörinna fulltrúa, þar með talið mín laun, lækki um tíu prósent. Mér finnst ekki alveg samanburðarhæft að lækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra um tíu prósent. Vegna þess að bæjarfulltrúar eru í annarri vinnu með því að vera bæjarfulltrúar. Á meðan mín vinna er að vera starfandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi.“ Ásdís Kristjánsdóttir segir að tekið verði tillit til tillagna minnihlutans um laun annarra en kjörinna fulltrúa, þar með talið hennar. Vísir/Vilhelm Hún segir tillögur meirihlutans ganga út á að lækka laun kjörinna fulltrúa og að þau eigi eftir að taka tillit til tillagna minnihlutans hvað varðar laun annarra. Það verði skoðað með tilliti til launa og kjara í nærliggjandi sveitarfélögum. Það sem verði þó gert sé að laun lykilstjórnenda, og þar með talið bæjarstjóra, verði fryst út árið 2025 og laun þeirra verði tengd þingfararkaupi í stað þess að launin verði tengd almennri launavísitölu. „Að tengja laun við launavísitölu Hagstofunnar er ekki sanngjarnt að mínu. Þá ertu að bæði að fylgja kjarasamningsbundnum launum og launaskriði sem því fylgir. Við breytum þessu og fylgjum frekar þingfararkaupi. Það er öðruvísi launatala,“ segir Ásdís. Lykilstjórnendur fylgi því sömu launabreytingum og þingmenn og ráðherrar til dæmis. „Það er meiri gagnsæi fólgin í því og það er sanngjarnara en að fylgja launavísitölu. Þá verður hækkunin einu sinni á ári en ekki tvisvar. Næsta hækkun lykilstjórnenda, og bæjarstjóra líka, er þá í júlí 2026,“ segir Ásdís. Áætlanir bæjarins gera, samkvæmt Ásdísi, ráð fyrir því að með því að frysta laun spari þau um tíu milljónir og með því að lækka laun kjörinna fulltrúa um 30 milljónir. Ásdís segir það skoðað í heildarsamhengi hvað varðar ökutækjastyrki en ekki hafi komið til sérstakrar umræðu að lækka akstursstyrk hennar. Hvað varðar tillögu minnihlutans um að hætta að þiggja laun fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir Ásdís það ekki ákvörðun bæjarráðs eða bæjarstjórnar Kópavogs að ákveða það. Það sé umræða sem verði að taka innan slökkviliðsins og með aðkomu allra sveitarfélaganna sem sitja í stjórninni. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Samkvæmt nýjum hagræðingartillögum í Kópavogi vegna nýs kjarasamnings kennara lækka ekki heildarlaun bæjarstjóra, heldur aðeins greiðslur til hans vegna starfa sem bæjarfulltrúi. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofu að sömuleiðis hafi verið lagt fram í tillögunni að akstursstyrkur bæjarstjóra verði endurskoðaður og að bæjarstjóri þiggi ekki lengur laun fyrir stjórnarsetu sína í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Sigurbjörg segist besta mál að Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri leggi til launalækkun um tíu prósent hjá kjörnum fulltrúum. „Tillaga hennar felur þó aðeins í sér 1,8 prósenta launalækkun fyrir hana sjálfa. Það er að segja, hún leggur til að eigin laun lækki aðeins um tíu prósent af bæjarfulltrúalaununum sem eru aðeins lítill hluti af hennar launum sem bæjarstjóri. Mánaðarlaun hennar eru í dag 2.538.771 krónur fyrir utan fastan bifreiðastyrk sem hljóðar upp á 1.250 kílómetra akstur eða 176.250 krónur. Svo fær hún í ofanálag greitt sérstaklega fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ásamt öðrum bæjarstjórum og borgarstjóra, sem eru rúmar 200.000 krónur á mánuði.“ Tillögurnar afgreiddar fyrir næsta fund Samkvæmt fundargerð bæjarráðs voru tillögur bæjarstjóra auk tillagna minnihlutans sendar til nánari útfærslu á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar. Sigurbjörg segir minnihlutann ekki hafa fengið mikil viðbrögð við sinni tillögu á fundinum en á von á því að málið verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi. Miðað við fjölmiðlaviðtöl sem Ásdís hafi farið í gær um tillögurnar megi þó ekki skilja að hún ætli að taka tillit til breytingartillögunnar. Hagræðingartillögurnar voru lagðar fram á fundi bæjarstjórnar í gær vegna áhrifa nýs kjarasamnings kennara á fjárhagsáætlun bæjarins. Í tillögunum er lagt til að laun verði lækkuð, að sett verði á ráðningarbann, að dregið verði úr aðkeyptri þjónustu, að þak verði sett á prentun, ökutækjastyrkir starfsmanna verði endurskoðaðir og að umfang sumarstarfa verði minna en áætlað hafði verið. Áætluð áhrif kjarasamninganna á bæjarsjóð vegna leik- og grunnskólakennara fyrir árið 2025 eru samkvæmt áætlun bæjarins um 1.217 milljónir króna eða 470 milljónum umfram það sem fjárhagsáætlun ársins 2025 kveður á um. Í tillögunum er lagt til að laun allra kjörinna fulltrúa verði lækkuð um ákveðið hlutfall. Hvað varðar bæjarstjóra segir í tillögunni að laun bæjarstjóra verði lækkuð í samræmi við það en einnig verði það „útfært þannig að þóknun fyrir setu í bæjarstjórn verður skilin frá launum bæjarstjóra.“ Bæjarstjóra verði þannig greitt fyrir störf sín annars vegar og sé bæjarstjóri einnig bæjarfulltrúi verði laun hans lækkuð eins og annarra. Bæjarfulltrúar fá í dag greitt 415.626 þúsund krónur fyrir 28,05 prósenta starfshlutfall. Samkvæmt tillögum bæjarstjóra á að lækka hlutfallið í 25,25 prósent og launin í samræmi við það. Akstursstyrkir annarra lækkaðir Sigurbjörg segir það skjóta skökku við að bæjarstjórinn taki ekki á sig sömu launalækkun á heildarlaun sín og kjörnir fulltrúar. „Hún vill aðskilja þetta tvennt og aðeins taka á sig tíu prósenta lækkun á bæjarfulltrúahlutanum. Það er aðeins um 1,8 prósent af hennar launum og jafnvel minna ef þú horfir á öll launin,“ segir Sigurbjörg Erla og á þá við akstursstyrkinn og greiðsluna fyrir stjórnarsetuna í Slökkviliðinu. Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða. „Þetta fólk vinnur við að fara með fatlaða einstaklinga í einhverja virkni til að sporna gegn félagslegri einangrun þeirra,“ segir Sigurbjörg. Ekki hafi komið fram á fundinum að lækka ætti akstursgreiðslur bæjarstjórans með sama hætti. „Hún vinnur í Hamraborg og sækir fundi slökkviliðs og SSH í Hamraborg. Þannig það er ekki mikill akstur þó auðvitað verði að gera ráð fyrir einhverjum akstri.“ Næsta hækkun í júlí 2026 Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir nauðsynlegt að launin séu skoðuð í heildarsamhengi. „Ég er annars vegar starfsmaður Kópavogsbæjar og hins vegar kjörinn fulltrúi. Við leggjum til að laun kjörinna fulltrúa, þar með talið mín laun, lækki um tíu prósent. Mér finnst ekki alveg samanburðarhæft að lækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra um tíu prósent. Vegna þess að bæjarfulltrúar eru í annarri vinnu með því að vera bæjarfulltrúar. Á meðan mín vinna er að vera starfandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi.“ Ásdís Kristjánsdóttir segir að tekið verði tillit til tillagna minnihlutans um laun annarra en kjörinna fulltrúa, þar með talið hennar. Vísir/Vilhelm Hún segir tillögur meirihlutans ganga út á að lækka laun kjörinna fulltrúa og að þau eigi eftir að taka tillit til tillagna minnihlutans hvað varðar laun annarra. Það verði skoðað með tilliti til launa og kjara í nærliggjandi sveitarfélögum. Það sem verði þó gert sé að laun lykilstjórnenda, og þar með talið bæjarstjóra, verði fryst út árið 2025 og laun þeirra verði tengd þingfararkaupi í stað þess að launin verði tengd almennri launavísitölu. „Að tengja laun við launavísitölu Hagstofunnar er ekki sanngjarnt að mínu. Þá ertu að bæði að fylgja kjarasamningsbundnum launum og launaskriði sem því fylgir. Við breytum þessu og fylgjum frekar þingfararkaupi. Það er öðruvísi launatala,“ segir Ásdís. Lykilstjórnendur fylgi því sömu launabreytingum og þingmenn og ráðherrar til dæmis. „Það er meiri gagnsæi fólgin í því og það er sanngjarnara en að fylgja launavísitölu. Þá verður hækkunin einu sinni á ári en ekki tvisvar. Næsta hækkun lykilstjórnenda, og bæjarstjóra líka, er þá í júlí 2026,“ segir Ásdís. Áætlanir bæjarins gera, samkvæmt Ásdísi, ráð fyrir því að með því að frysta laun spari þau um tíu milljónir og með því að lækka laun kjörinna fulltrúa um 30 milljónir. Ásdís segir það skoðað í heildarsamhengi hvað varðar ökutækjastyrki en ekki hafi komið til sérstakrar umræðu að lækka akstursstyrk hennar. Hvað varðar tillögu minnihlutans um að hætta að þiggja laun fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir Ásdís það ekki ákvörðun bæjarráðs eða bæjarstjórnar Kópavogs að ákveða það. Það sé umræða sem verði að taka innan slökkviliðsins og með aðkomu allra sveitarfélaganna sem sitja í stjórninni.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira