Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2025 20:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir íslenska innviði undir stöðugum árásum frá erlendum netárásarhópum. Vísir/Anton Brink Ríkislögeglustjóri segir fjölmarga skipulagða glæpahópa starfa hér á landi. Dæmi séu um að þeir hafi verið nýttir af erlendum ríkjum til að fremja skemmdarverk. Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“ Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Öryggis- og varnarmál voru til umræðu á ráðstefnu sem blásið var til af embætti ríkislögreglustjóra og fór fram í morgun. Ýmislegt kom fram á ráðstefnunni, til að mynda að erlend ríki hafi stundað njósnir hér á landi í mun meira mæli en flestir telja. „Það er að okkar mati njósnastarfsemi hér eins og á öllum vesturlöndum. Hún er að hluta til kannski meira núna einfaldlega vegna þeirrar stöðu sem er í Evrópu,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn og yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. „Það væri bara einfeldni af okkur að halda að þetta sé ekki gert hér.“ Vinni að því að veikja lýðræðið Vitað er að Kínverjar hafi stundað njósnir hérlendis og áhyggjur eru uppi af ógn frá Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Ríkislögreglustjóri segir að huga þurfi vel að þessu málum nú vegna ástandsins í heimsmálum. „Við erum ekki á friðartímum, við erum heldur ekki á stríðstímum, við erum á gráa svæðinu þar á milli,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Hún segir erlend ríki hafa nýtt skipulagða glæpahópa til að ganga erinda sinna. „Í að veikja lýðræðið, til dæmis með netárásum,“ segir Sigríður. Undir sífelldum árásum Hafa verið dæmi um það hér á landi? „Já, það hafa verið dæmi um það hér á landi. Það sem ég man helst eftir var þegar rússneskur hakkarahópur fór inn og yfirtók gögn hjá Árvakri, það var síðasta sumar ef ég man rétt. Við erum sífellt undir árásum.“ Fjölmargir skipulagðir glæpahópar starfi hér á landi, til dæmis hópar frá Albaníu og Venesúela. „Við skulum ekki halda að Íslendingar komi ekki nálægt þessu, þeir eru bæði virkir hér og þeir eru líka virkir í glæpastarfsemi erlendis og eru að flytja inn efni til Íslands. Það sem er kannski alvarlegast í því er mansalið og við þurfum sannarlega að gera betur í því.“
Lögreglumál Lögreglan Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30 Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06 Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum. 27. mars 2025 12:30
Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. 27. mars 2025 12:06
Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum. 26. mars 2025 13:01
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent