Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 12:15 Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í janúar að von væri á tillögum að breytingum á húsinu. Ekkert hefur heyrst af þeim síðan. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira
Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Sjá meira