Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Katrín og T'omas hafa komið sér vel fyrir í Danmörku. Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum. Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Tómas hafði komið þangað reglulega í frí enda býr pabbi hans á eyjunni ásamt eiginkonu sinni. En Danmörk var ekkert draumaland hjá Katrínu. „Ég hafði ekki einu sinni komið til Köben, það var bara beina leið á Bornholm,“ segir Katrín. Tveimur árum síðar fóru þau aftur í stutt frí til Bornholm, keyptu sér hús á 20 þúsund krónur og fluttu með frumburðinn. „Við urðum ástfangin af Bornholm og svo þegar við sáum hvaða tækifæri við höfðum að þá var ekkert annað en að slá til,“ segir Tómas. Tækifærið sem hann nefnir er hús sem pabbi hans hafði fundið á eyjunni, sem átti að bjóða upp. Tómas mætti einn á uppboðið og fékk húsið á 20 þús. krónur plús skatta og gjöld. Samanlagt um 600 þúsund krónur. Foreldrar Katrínar eltu þau til Borgundarhólms og fyrir nokkrum árum keyptu þau gamla Sparikassann í þorpinu Aakirkeby. Þar búa þau nú öll; Katrín, Tómas og börnin þeirra sem eru orðin 3 og foreldrar Katrínar. Þau innréttuðu íbúð á efri hæðinni í gamla bankanum en auk þess selja þau gistingu í 3 íbúðum (sú fjórða verður tilbúin von bráðar) og á neðri hæðinni reka þau kaffihúsið Café Randalín. Eltu þau út Reyndar voru foreldrar Katrínar ekki þau einu sem eltu þau, Tinna systir Tómasar og sambýlismaður hennar Loftur, fluttu líka til Borgundarhólms og Ásrún mamma Tinnu og Tómasar. Þannig að ættboginn íslenski á Borgundarhólmi er orðinn býsna stór - eins og fram kom í fimmta þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa? þar sem Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir íslensku stórfjölskylduna á Borgundarhólmi í Danaveldi. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 5. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Hvar er best að búa? Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“