Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 15:43 Stórvirkar vinnuvélar í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. Í baksýn sést álver Rio Tinto í Straumsvík sem Hafnarfjarðarbær þarf að borga bætur vegna framkvæmdanna. Vegagerðin Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira