Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. mars 2025 00:23 Diljá segir ýmsar spurningar hafa vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu eftir blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar undanfarna daga. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. „Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“ Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira