Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2025 11:05 Ásthildur Lóa Þórsdóttir ætlar að sitja áfram sem þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti í gær eftir að greint var frá því að hún hefði eignast barn með sextán ára gömlum pilti þegar hún var sjálf 22 ára. Eiríkur Ásmundsson framkvæmdastjóri er barnsfaðir Ásthildar Lóu. Hann er í dag 51 árs gamall og segir í stuttu samtali við Vísi ekki hafa neitt haft að gera með erindi fyrrverandi tengdamóður sinnar til forsætisráðuneytisins. Sogast inn í málið eins og ráðherra Samkvæmt heimildum fréttastofu var það Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks, sem leitaði til forsætisráðuneytisins og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Fréttastofa RÚV komst á snoðir um málið og fjallaði um málið í sexfréttum sínum í gær. Í framhaldinu sagði Ásthildur Lóa af sér. Eiríkur segist hafa tekið strax þá afstöðu í þessu máli að tjá sig ekkert um það, enda málið á engan hátt frá honum komið. Hann hafi sogast inn í það eins og ráðherra. Hann ætli ekki að bregðast við yfirlýsingu Ásthildar Lóu frá því í morgun eins og staðan sé í dag. Kristilegt starf hjá Trú og líf Ásthildur Lóa segist hafa kynnst barnsföður sínum í gegnum starf kristilega safnaðarins Trú og líf. Þrátt fyrir aldursmuninn hafi hún verið óreynd í samskiptum kynjanna, ekki við karlmann kennd og látið undan þrýstingi unglingspiltsins. Eina nótt í september 1989 hafi hún hleypt honum inn og segist Ásthildur Lóa hreinlega ekki hafa „höndlað aðstæðurnar“. Hún minnir á að sjálfræðisaldur á þeim tíma hafi verið sextán ár og sambönd fólks á þessum aldri ekki verið óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Algengara hafi verið að karlmaðurinn væri eldri en stúlkan. Yfirlýsingu hennar má lesa í fréttinni hér að neðan. Uppfært klukkan 14:27 Eiríkur sagði við Vísi í morgun: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk.“ Eiríkur áréttar hins vegar við fréttastofu RÚV að hann sé ekki mótfallinn umræðu sem hafi farið af stað um stöðu Ásthildar Lóu sem ráðherra. Hann hafi einfaldlega ekki verið með í ráðum þegar erindið var sent til forsætisráðherra. „Ég er hins vegar þakklátur fyrir það að fyrrverandi tengdamóðir mín hafi gert það og er alls ekki mótfallinn því að málið sé nú komið í opinbera umræðu. Ég sóttist auðvitað ekki eftir og sækist ekki eftir því að vera hluti af opinberri umræðu en það er líklegast bara óhjákvæmilegt,“ segir Eiríkur í skriflegu svari til RÚV í dag. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni á Vísi.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira