Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2025 21:11 Pétur, Helena og Erró voru meðal þeirra sem heiðruð voru í kvöld. Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í áttunda skipti í Iðnó í kvöld. Þar var bæði fjölmennt og fjörugt enda tilefnið gleðilegt, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári. Myndlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Pétur Thomsen ljósmyndari (f.1973) var í kvöld sæmdur titlinum Myndlistarmaður ársins 2025, á verðlaunaafhendingunni. Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin. Verðlaunin hlýtur Pétur fyrir sýninguna Landnám sem stóð yfir í Hafnarborg í vetur. Það var mat dómnefndar að sýningin hafi verið einstaklega vel útfærð og að í henni hafi mátt skynja vitund um náttúruna og umhyggju fyrir henni. Með djúpri þekkingu á ljósmyndamiðlinum hafi Pétri tekist að skapa samtal milli sýningarinnar og áhorfandans á áhrifaríkan hátt. Hlaut Pétur eina milljón króna í verðlaunafé. Helena Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður (f.1996) hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025 og var það listakonan Shoplifter sem afhenti verðlaunin. Það var mat dómnefndar að málverk Helenu Margrétar væru forvitnileg og slægju áhugaverðan tón í myndlistinni. Verk hennar væru vönduð og kyrrlát en á sama tíma með nýstárlegan undirtón sem virkjaði ímyndunaraflið og færðu áhorfandann inn í draumkenndan hugarheim. Hlaut Helena Margrét 500.000 króna í verðlaunafé. Heiðursviðurkenningu myndlistarráðs árið 2024 hlýtur Erró, öðru nafni Guðmundur Guðmundsson, fæddur í Ólafsvík árið 1932. Erró er í fremstu röð myndlistarmanna sem Ísland hefur átt og hlýtur viðurkenningu fyrir höfundarverk sitt á ferli sem spannar rúmlega sex áratugi og er einstakt í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti heiðursviðurkenninguna, en við henni tók Ari Trausti Guðmundsson, bróðir listamannsins. Erró er búsettur í París og átti ekki heimangengt, en sendi stutta kveðju í myndskilaboðum. Að auki voru veittar þrjár aðrar viðurkenningar: - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðasta endurlit ársins 2024 hlýtur sýningin Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur. Sýningin var sett upp í tilefni 30 ára afmælis Gerðarsafns í Kópavogi. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýningu ársins hlýtur Textílfélagið fyrir 50/100/55. Titill sýningarinnar vísar til þess að 50 ár eru frá stofnun félagsins en á sýningunni mátti sjá 100 verk eftir 55 sýnendur. - Viðurkenningu myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2024 hlýtur ljósmyndabókin FÖR eftir Agnieszku Sosnowska. Bókin er einstakt verk þar sem náttúra, samfélag og persónuleg saga mætast í áhrifaríkri heild. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.
Myndlist Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira