Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. mars 2025 15:30 Falleg vinátta er milli fyrrverandi hjónanna Bruce Willis og Demi Moore. Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. Moore og Willis voru gift frá árinu 1987 til 2000 og eiga saman þrjár dætur, Scout, Tallulah og Rumer. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis, og saman eiga þau tvær dætur, Evelyn og Mabel. Elsta dóttir Willis, Rumer, eignaðist sitt fyrsta barn árið 2022, sem gerði Willis og Moore að afa og ömmu. Í færslu sem Moore birti á Instagram-síðu sinni í gær má sjá myndir af Bruce Willis fagna afmælinu sínu í faðmi fjölskyldunnar og er ljóst að mikil vinátta ríkir milli þeirra. „Til hamingju með afmælið, BW! Við elskum þig,“ skrifaði Moore. View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Dætur Willis birtu einnig hjartnæmar færslur á Instagram í tilefni afmælis föður síns, þar sem þær deildu myndum af honum og fjölskyldunni í gegnum árin. „Ég elska þig, pabbi. Til hamingju með 70 ára afmælið,“ skrifaði Rumer við skemmtilegt myndband af foreldrum sínum á góðri stundu." View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) „Á hverjum degi þakka ég Guði fyrir að helmingur erfðamengis míns sé frá honum,“ skrifaði Scout meðal annars í færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by ☆ Scout Willis ☆ (@scoutlaruewillis) Tallulah deildi mynd á Instagram af föður sínum úr Die Hard frá 1988 og skrifaði: „Til hamingju með 70 ára afmælið, minn uppáhalds vinur! Þú ert ljósið sem aldrei mun slokkna. Ég elska þig og er svo stolt af því að vera dóttir þín. Með ást, Tallulah Belle Bruce Willis.“ View this post on Instagram A post shared by tallulah willis (@buuski) Árið 2022 var greint frá því að leikaraferill Willis væri á enda þar sem hann hafði greinst með málstol. Í febrúar árið 2023 kom svo tilkynning frá fjölskyldu leikarans um að hann hefði greinst með framheilabilun. Þau sögðu það vera mikinn létti að hann væri loksins kominn með skýra greiningu. Hollywood Tímamót Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Moore og Willis voru gift frá árinu 1987 til 2000 og eiga saman þrjár dætur, Scout, Tallulah og Rumer. Í dag er Bruce Willis giftur fyrirsætunni Emmu Heming Willis, og saman eiga þau tvær dætur, Evelyn og Mabel. Elsta dóttir Willis, Rumer, eignaðist sitt fyrsta barn árið 2022, sem gerði Willis og Moore að afa og ömmu. Í færslu sem Moore birti á Instagram-síðu sinni í gær má sjá myndir af Bruce Willis fagna afmælinu sínu í faðmi fjölskyldunnar og er ljóst að mikil vinátta ríkir milli þeirra. „Til hamingju með afmælið, BW! Við elskum þig,“ skrifaði Moore. View this post on Instagram A post shared by Demi Moore (@demimoore) Dætur Willis birtu einnig hjartnæmar færslur á Instagram í tilefni afmælis föður síns, þar sem þær deildu myndum af honum og fjölskyldunni í gegnum árin. „Ég elska þig, pabbi. Til hamingju með 70 ára afmælið,“ skrifaði Rumer við skemmtilegt myndband af foreldrum sínum á góðri stundu." View this post on Instagram A post shared by Rumer Glenn Willis (@rumerwillis) „Á hverjum degi þakka ég Guði fyrir að helmingur erfðamengis míns sé frá honum,“ skrifaði Scout meðal annars í færslu sinni. View this post on Instagram A post shared by ☆ Scout Willis ☆ (@scoutlaruewillis) Tallulah deildi mynd á Instagram af föður sínum úr Die Hard frá 1988 og skrifaði: „Til hamingju með 70 ára afmælið, minn uppáhalds vinur! Þú ert ljósið sem aldrei mun slokkna. Ég elska þig og er svo stolt af því að vera dóttir þín. Með ást, Tallulah Belle Bruce Willis.“ View this post on Instagram A post shared by tallulah willis (@buuski) Árið 2022 var greint frá því að leikaraferill Willis væri á enda þar sem hann hafði greinst með málstol. Í febrúar árið 2023 kom svo tilkynning frá fjölskyldu leikarans um að hann hefði greinst með framheilabilun. Þau sögðu það vera mikinn létti að hann væri loksins kominn með skýra greiningu.
Hollywood Tímamót Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“