Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 11:08 Mladen Živanović segir unga Serba ekki sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Vísir/Samsett Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi. Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi.
Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00