Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 11:08 Mladen Živanović segir unga Serba ekki sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Vísir/Samsett Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi. Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi.
Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00