Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 10:10 Tveir þremenningana eru grunaðir um að hafa aflað sér ríflega fimm milljónum króna á árstímabili. Vísir/Vilhelm Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46