Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:53 Maðurinn var tognaður á ökkla og kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið úti í fjórar nætur og nærst á jurtum sem hann fann. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar. Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar.
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira