Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 11:15 Guðni Ágústsson gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannesson í skoðanagrein í Morgunblaðinu í morgun. Guðni kallar eftir endurreisn flokksins. Vísir/Vilhelm/Stöð 2 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ekkert hafa heyrst frá sitjandi formanni, Sigurði Inga Jóhannessyni, um alvarlega stöðu flokksins. Ekki sé lengur „bara best að kjósa Framsóknarflokkinn“ og skorar hann á forystuna að bretta upp ermar. Þetta kemur fram í skoðanagreininni „Ákall um endurreisn Framsóknarflokksins“ sem Guðni skrifar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann kallar eftir aðgerðum og skipun framtíðarnefndar. Í greininni segir Guðni að í 109 ára farsælli sögu Framsóknarflokksins hafi hann hlotið sína verstu kosningu 30. nóvember síðastliðinn og sé staddur á svipuðum slóðum og Samfylkingin árið 2016. Flokkurinn byggi á grundvallarstefnuskrá og í honum séu tólf þúsund félagsmenn sem trúi á hana af einlægni. „Ætla má að mörgum þeirra líði ekki vel þessa dagana. Ég er einn þeirra,“ skrifar Guðni. „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í Framsóknarflokknum. Hvorki meira né minna en átta þingmenn féllu, þar af þrír öflugir ráðherrar, varaformaður og ritari flokksins,“ skrifar hann síðan. Flokkurinn hafi aðeins náð fimm fulltrúum inn á þing og formaður flokksins og „annar þingmaður til á landsbyggðinni“ hafi náð kjöri á sjö þúsund atkvæðum af höfuðborgarsvæðinu sem féllu dauð niður þar. Ferskir vindar blási um salarkynni annarra Guðni rekur síðan eyðimerkurgöngu Samfylkingarinnar í fernum kosningum frá 2013 til 2021 þar til Kristrún Frostadóttir kom til sögunnar. Margir spyrji sig hvort Framsóknarflokkurinn sé að hefja álíka gönguför og ekki síður hvernig hún endi. „Fyrir farsæl sögulok er nauðsynlegt að gjöful vin finnist í eyðimörkinni. Að því vatnsbóli þarf flokkurinn allur að leita,“ skrifar Guðni. Hann segir Samfylkinguna hafi búið við niðurlægingu sína þrátt fyrir að vera eini flokkur jafnaðarmanna. Framsóknarflokkurinn búi hins vegar nú við harða samkeppni þar sem flokkar sæki að miðjunni, mið-hægrinu og mið-vinstrinu. „Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn búa við klofningsflokkana Viðreisn og Miðflokkinn, sem vissulega torveldar báðum endurreisn sína. Af átta þingmönnum Miðflokksins eru fjórir, jafnvel fjórir og hálfur, fyrrverandi framsóknarmenn,“ skrifar Guðni. Flokki fólksins hafi svo tekist að hirða ákveðinn kjarna landsbyggðar- og félagshyggjufólks af Framsókn. Guðni segir Sjálfstæðisflokkinn hafa haldið glæsilegan landsfund og kosið sér nýja forystu. „Kenningin um að nýir vendir sópi best hefur rækilega sannast hjá Samfylkingunni. Ekki kæmi á óvart að svipað yrði uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Hjá báðum flokkunum blása ferskir vindar um salarkynnin,“ skrifar Guðni. Óhamingju Framsóknarfólks orðið flest að vopni „Hvað stendur til að gera? Til hvaða ráða skal gripið?“ spyr Guðni því forystu Framsóknarflokksins, og beinir spurningunum sérstaklega til formannsins. „Það er nefnilega ekki lengur „bara best að kjósa Framsóknarflokkinn.“,“ bætir hann við. Einar Þorsteinsson entist í rúmt ár í embætti borgarstjóra.Vísir/Einar Sigurður Ingi og Lilja Dögg hafi tekið við keflinu þegar Sigmundur Davíð klauf flokkinn. Þau hafi unnu góðan varnarsigur árið 2017 og glæsta sigra í alþingiskosningum 2021 og sveitarstjórnarkosningum 2022. Framsókn hafi verið næststærsti sveitarstjórnarflokkur landsins eftir þær kosningar. Flokkurinn hafi komist í meirihluta í Reykjavík en það reynst vera vondur félagsskapur. Borgarstjórinn, sem var nýtekinn við keflinu, hafi séð sér þann kost vænstan að rjúfa samstarfið. „Endirinn á þeirri vegferð varð sá að Framsóknarflokkurinn situr ekki einungis í minnihluta heldur þarf hann til viðbótar að kljást við versta borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkur. Óhamingju okkar framsóknarfólks hefur orðið flest að vopni síðustu misserin,“ skrifar Guðni. „Beinlínis skylda“ formannsins að skipa framtíðarnefnd Guðni segir að þegar fyrirtæki eða félög fari illa eigi allir haghafar og félagsmenn rétt á skýringum um hvað hafai valdið fallinu og ekki síður hvernig fyrirhugað sé að endurreisa starfsemina. Það þoli enga bið að greina ástæður fylgistapsins og teikna upp öfluga endurkomu með stofnun framtíðarnefndar. Nauðsynlegt sé að snúa öllum steinum við í þeirri vinnu og að í vinningsliðinu verði að manna hverja stöðu af kostgæfni. „Svo gripið sé til fótboltamáls þarf sóknarlínan að nærast á hungrinu eftir mörkum, miðjan að hafa úthald í endalausa vinnu og vörnin að hafa í farteskinu svo mikla reynslu að engar óvæntar stöður komi henni í opna skjöldu,“ skrifar Guðni. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður.Vísir/Vilhelm „Það er beinlínis skylda þín, Sigurður Ingi, sem formaður Framsóknarflokksins að skipa framtíðarnefnd um endurreisn flokksins í góðu samráði og sátt við varaformann og ritara hans. Þið þrjú eruð réttkjörin að stjórnveli Framsóknarflokksins og fyrir nefndina sem þið setjið á laggirnar er mikilvægt að hafa fullt traust og gott veganesti frá ykkur öllum,“ skrifar hann einnig. Þingflokkurinn muni vonandi hafa gagnleg innlegg í vinnu slíkrar nefndar. Hópurinn megi hafa hugfasta hina gömlu og góðu brýningu: „Ef sverð þitt er stutt gakktu þá feti framar.“ Verkefni framtíðarnefndar verði að sögn Guðna „að skilgreina stöðuna af hreinskiptni og kortleggja af nákvæmni hvernig nýta megi lykilatriðin sem undirstöður nýrra sóknarfæra.“ Tíminn til stefnu sé naumur og ætti nefndin því að kynna vinnu sína á haustfundi miðstjórnar síðar á þessu ári. Í kjölfarið gæti flokksþing ársins 2026 tekið tillögurnar til umræðu og afgreiðslu. Skorar á forystuna að horfast í augu við ískaldan veruleikann „Hér dugar engin tæpitunga. Þessi nefnd þarf kjarkmikinn forystumann sem gæti óttalaus talað fyrir greinargóðu handriti að þróttmikilli þátttöku Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum til langrar framtíðar,“ skrifar Guðni. Hann þykist vita að Sigurður Ingi stefni ekki endilega að því að leiða Framsóknarflokkinn í næstu kosningum en segist líka sannfærður um að hann vilji koma flokknum af líknardeildinni áður en til þeirra verður efnt. „Þess vegna er okkur ekki til setunnar boðið. Seinna gæti orðið of seint. Það er að minnsta kosti lágmark að tólf þúsund félagar í Framsóknarflokknum viti hvort flokkurinn þeirra sé að koma eða fara. Þess vegna skora ég á þríeykið í æðstu forystu Framsóknarflokksins að bretta upp ermar, horfast í augu við okkar ískalda veruleika, taka til máls og grípa til aðgerða,“ skrifar hann að lokum. Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. 31. janúar 2025 10:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanagreininni „Ákall um endurreisn Framsóknarflokksins“ sem Guðni skrifar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann kallar eftir aðgerðum og skipun framtíðarnefndar. Í greininni segir Guðni að í 109 ára farsælli sögu Framsóknarflokksins hafi hann hlotið sína verstu kosningu 30. nóvember síðastliðinn og sé staddur á svipuðum slóðum og Samfylkingin árið 2016. Flokkurinn byggi á grundvallarstefnuskrá og í honum séu tólf þúsund félagsmenn sem trúi á hana af einlægni. „Ætla má að mörgum þeirra líði ekki vel þessa dagana. Ég er einn þeirra,“ skrifar Guðni. „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í Framsóknarflokknum. Hvorki meira né minna en átta þingmenn féllu, þar af þrír öflugir ráðherrar, varaformaður og ritari flokksins,“ skrifar hann síðan. Flokkurinn hafi aðeins náð fimm fulltrúum inn á þing og formaður flokksins og „annar þingmaður til á landsbyggðinni“ hafi náð kjöri á sjö þúsund atkvæðum af höfuðborgarsvæðinu sem féllu dauð niður þar. Ferskir vindar blási um salarkynni annarra Guðni rekur síðan eyðimerkurgöngu Samfylkingarinnar í fernum kosningum frá 2013 til 2021 þar til Kristrún Frostadóttir kom til sögunnar. Margir spyrji sig hvort Framsóknarflokkurinn sé að hefja álíka gönguför og ekki síður hvernig hún endi. „Fyrir farsæl sögulok er nauðsynlegt að gjöful vin finnist í eyðimörkinni. Að því vatnsbóli þarf flokkurinn allur að leita,“ skrifar Guðni. Hann segir Samfylkinguna hafi búið við niðurlægingu sína þrátt fyrir að vera eini flokkur jafnaðarmanna. Framsóknarflokkurinn búi hins vegar nú við harða samkeppni þar sem flokkar sæki að miðjunni, mið-hægrinu og mið-vinstrinu. „Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn búa við klofningsflokkana Viðreisn og Miðflokkinn, sem vissulega torveldar báðum endurreisn sína. Af átta þingmönnum Miðflokksins eru fjórir, jafnvel fjórir og hálfur, fyrrverandi framsóknarmenn,“ skrifar Guðni. Flokki fólksins hafi svo tekist að hirða ákveðinn kjarna landsbyggðar- og félagshyggjufólks af Framsókn. Guðni segir Sjálfstæðisflokkinn hafa haldið glæsilegan landsfund og kosið sér nýja forystu. „Kenningin um að nýir vendir sópi best hefur rækilega sannast hjá Samfylkingunni. Ekki kæmi á óvart að svipað yrði uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Hjá báðum flokkunum blása ferskir vindar um salarkynnin,“ skrifar Guðni. Óhamingju Framsóknarfólks orðið flest að vopni „Hvað stendur til að gera? Til hvaða ráða skal gripið?“ spyr Guðni því forystu Framsóknarflokksins, og beinir spurningunum sérstaklega til formannsins. „Það er nefnilega ekki lengur „bara best að kjósa Framsóknarflokkinn.“,“ bætir hann við. Einar Þorsteinsson entist í rúmt ár í embætti borgarstjóra.Vísir/Einar Sigurður Ingi og Lilja Dögg hafi tekið við keflinu þegar Sigmundur Davíð klauf flokkinn. Þau hafi unnu góðan varnarsigur árið 2017 og glæsta sigra í alþingiskosningum 2021 og sveitarstjórnarkosningum 2022. Framsókn hafi verið næststærsti sveitarstjórnarflokkur landsins eftir þær kosningar. Flokkurinn hafi komist í meirihluta í Reykjavík en það reynst vera vondur félagsskapur. Borgarstjórinn, sem var nýtekinn við keflinu, hafi séð sér þann kost vænstan að rjúfa samstarfið. „Endirinn á þeirri vegferð varð sá að Framsóknarflokkurinn situr ekki einungis í minnihluta heldur þarf hann til viðbótar að kljást við versta borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkur. Óhamingju okkar framsóknarfólks hefur orðið flest að vopni síðustu misserin,“ skrifar Guðni. „Beinlínis skylda“ formannsins að skipa framtíðarnefnd Guðni segir að þegar fyrirtæki eða félög fari illa eigi allir haghafar og félagsmenn rétt á skýringum um hvað hafai valdið fallinu og ekki síður hvernig fyrirhugað sé að endurreisa starfsemina. Það þoli enga bið að greina ástæður fylgistapsins og teikna upp öfluga endurkomu með stofnun framtíðarnefndar. Nauðsynlegt sé að snúa öllum steinum við í þeirri vinnu og að í vinningsliðinu verði að manna hverja stöðu af kostgæfni. „Svo gripið sé til fótboltamáls þarf sóknarlínan að nærast á hungrinu eftir mörkum, miðjan að hafa úthald í endalausa vinnu og vörnin að hafa í farteskinu svo mikla reynslu að engar óvæntar stöður komi henni í opna skjöldu,“ skrifar Guðni. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður.Vísir/Vilhelm „Það er beinlínis skylda þín, Sigurður Ingi, sem formaður Framsóknarflokksins að skipa framtíðarnefnd um endurreisn flokksins í góðu samráði og sátt við varaformann og ritara hans. Þið þrjú eruð réttkjörin að stjórnveli Framsóknarflokksins og fyrir nefndina sem þið setjið á laggirnar er mikilvægt að hafa fullt traust og gott veganesti frá ykkur öllum,“ skrifar hann einnig. Þingflokkurinn muni vonandi hafa gagnleg innlegg í vinnu slíkrar nefndar. Hópurinn megi hafa hugfasta hina gömlu og góðu brýningu: „Ef sverð þitt er stutt gakktu þá feti framar.“ Verkefni framtíðarnefndar verði að sögn Guðna „að skilgreina stöðuna af hreinskiptni og kortleggja af nákvæmni hvernig nýta megi lykilatriðin sem undirstöður nýrra sóknarfæra.“ Tíminn til stefnu sé naumur og ætti nefndin því að kynna vinnu sína á haustfundi miðstjórnar síðar á þessu ári. Í kjölfarið gæti flokksþing ársins 2026 tekið tillögurnar til umræðu og afgreiðslu. Skorar á forystuna að horfast í augu við ískaldan veruleikann „Hér dugar engin tæpitunga. Þessi nefnd þarf kjarkmikinn forystumann sem gæti óttalaus talað fyrir greinargóðu handriti að þróttmikilli þátttöku Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum til langrar framtíðar,“ skrifar Guðni. Hann þykist vita að Sigurður Ingi stefni ekki endilega að því að leiða Framsóknarflokkinn í næstu kosningum en segist líka sannfærður um að hann vilji koma flokknum af líknardeildinni áður en til þeirra verður efnt. „Þess vegna er okkur ekki til setunnar boðið. Seinna gæti orðið of seint. Það er að minnsta kosti lágmark að tólf þúsund félagar í Framsóknarflokknum viti hvort flokkurinn þeirra sé að koma eða fara. Þess vegna skora ég á þríeykið í æðstu forystu Framsóknarflokksins að bretta upp ermar, horfast í augu við okkar ískalda veruleika, taka til máls og grípa til aðgerða,“ skrifar hann að lokum.
Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. 31. janúar 2025 10:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. 31. janúar 2025 10:17