Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lovísa Arnardóttir, Jón Þór Stefánsson, Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. mars 2025 10:06 Tveir menn hafa verið leiddir fyrir dómara. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. Maður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma í gærmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu á mánudagskvöld og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Sjá einnig: Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að alls hafi átta verið handtekin í málinu. Fimm voru handtekin um hádegisbil í gær og svo þrjú seinni partinn eða um kvöldið. Þremur var sleppt úr haldi að skýrslutöku lokinni. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að rannsókn beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við málið, Stefán Blackburn og nítján ára gamall karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Í fréttum í gær var talað um að maðurinn hefði verið tekinn á leikvöll í Gufunesi. Það hefur þó ekki verið staðfest af lögreglu. Aðeins kemur fram í þeirra tilkynningu að maðurinn hafi fundist í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Margdæmdur ofbeldismaður Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en líkt og áður hefur verið greint frá hafa lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra einnig komið að henni. Umfangsmikil leit fór fram í gær í Kópavogi að lokinni eftirför lögreglunnar. Einn var handtekinn í kjölfar eftirfarar og svo leitaði lögregla að konu sem var handtekin um klukkan 21. Sjá einnig: Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Einn þeirra sem hefur verið handtekinn er margdæmdur ofbeldismaður. Þá hafa einhverjir í hópnum samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu vikur og mánuði. Málið er þó aðeins sagt tengjast fjárkúgun. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Maður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma í gærmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu á mánudagskvöld og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Sjá einnig: Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að alls hafi átta verið handtekin í málinu. Fimm voru handtekin um hádegisbil í gær og svo þrjú seinni partinn eða um kvöldið. Þremur var sleppt úr haldi að skýrslutöku lokinni. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að rannsókn beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við málið, Stefán Blackburn og nítján ára gamall karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Í fréttum í gær var talað um að maðurinn hefði verið tekinn á leikvöll í Gufunesi. Það hefur þó ekki verið staðfest af lögreglu. Aðeins kemur fram í þeirra tilkynningu að maðurinn hafi fundist í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Margdæmdur ofbeldismaður Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en líkt og áður hefur verið greint frá hafa lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra einnig komið að henni. Umfangsmikil leit fór fram í gær í Kópavogi að lokinni eftirför lögreglunnar. Einn var handtekinn í kjölfar eftirfarar og svo leitaði lögregla að konu sem var handtekin um klukkan 21. Sjá einnig: Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Einn þeirra sem hefur verið handtekinn er margdæmdur ofbeldismaður. Þá hafa einhverjir í hópnum samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu vikur og mánuði. Málið er þó aðeins sagt tengjast fjárkúgun. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Lögreglumál Ölfus Kópavogur Reykjavík Manndráp í Gufunesi Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira