„Þetta er bara klúður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2025 09:05 Vilhjálmur segir málið eitt allsherjarklúður. Vísir „Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala. Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Vilhjálmur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist hafa verið að starfa á bráðamóttökunni í Fossvogi þegar sjúkraflutningar með þyrlum hófust upp úr 1980. Um hafi verið að ræða byltingu; það hafi aðeins tekið nokkrar mínútur að flytja fólk úr þyrlunni og inn á stofu. Þegar fyrir lá að byggja ætti nýjan spítala hafi menn fljótt farið að gera athugasemdir hvað varðaði þyrluflugið, bæði læknar og samtökin Betri spítali á betri stað, sem Vilhjálmur tilheyrði. Samtökin gerðu ýmsar athugasemdir við fyrirætlanir stjórnvalda en að sögn Vilhjálms var hann ekki síst uggandi vegna þyrluflugsins. „Spítalahópurinn“ hafi látið hanna þyrlupall á 5. hæð rannsóknarhússins en aðeins hafi verið gert ráð fyrir fjórum til tíu lendingum á ári, sem sé í engum takti við raunveruleikan. Þá hafi ekki verið tekið tillit til aðflugs þyrlanna, sem séu stórar og miklar. „Ég er að vinna mikið úti á landi og verð stundum að kalla til þyrlu þar sem eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður,“ segir Vilhjálmur. Þyrluflugið sé mikilvægt og stór þáttur í sjúkraflutningum, ekki síst eftir að margir flugvellir hafi verið lagðir niður. Aðspurður um hugmyndir um þyrlupall í Nauthólsvík eða 35 metra háan turn við Nýja Landspítalann segir Vilhjálmur: „Þetta yrði aldrei boðlegt. Þetta er bara klúður.“ Lausnin hefði falist í opnum aðflugsleiðum, sem nú væri búið að loka með uppbyggingu. „Það er búið að loka öllum möguleikum því það er búið að byggja kraga í kringum spítalann,“ segir Vilhjálmur. „Þannig að ég sé ekki hvernig sjúkraþyrluflug á að geta gengið á þessu svæði.“ Bæði aðstandendur verkefnisins og stjórnvöld hafi blásið á áhyggjur í meira en áratug og nú sé staðan sú að verið sé að byggja hátæknisjúkrahús fyrir mörg hundruð milljarða, sem geti ekki tekið almennilega á móti bráðveikum sjúklingum. „Því svo eru það sjúkrabílarnir, með heftan aðgang hérna í gegnum borgina. Og þetta er eitthvað sem á að vera tilbúið eftir 20 til 30 ár, með Borgarlínu.“ Nefnd um nýjan spítala hafi lagt upp með það í kringum 2008 að það þyrfti að vera búið að greiða úr umferðarmálum og útfæra sjúkraþyrluflugið áður en ráðist yrði í framkvæmdir. „Þetta voru megin forsendur fyrir staðarvalinu,“ segir Vilhjálmur en hvorugt málið hafi verið leyst. Vilhjálmur segir málið hafa verið „keyrt áfram í blindni“ og sífellt fleiri skorður reistar með auknu byggingarmagni í kringum spítalann, sem upphaflega hafi átt að vera aukasvæði til að spítalinn gæti stækkað. Hann segir sjúkraflutningana strax munu verða mikið vandamál þegar Nýi Landspítalinn opnar. „Hver mínúta getur skipt máli. Og að þurfa ekki að þvæla sjúklingnum úr flugvél í sjúkrabíl og svo keyra og svo aftur... þetta er „crucial“. Og sérstaklega þegar við erum að hanna meðferðarsjúkrahús, aðalbráðamóttöku landsins, sem hefur ekki þetta aðgengi. Þetta er alveg með ólíkindum.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Bítið Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira