Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2025 20:17 Maðurinn og stúlkan voru að djamma í miðbæ Reykjavíkur áður en atvikið sem málið varðar átti sér stað. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri í dag við dómi í nauðgunarmáli. Karlmaður sem var ákærður fyrir að nauðga táningsstúlku, sem var tengd honum fjölskylduböndum, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, en stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Áður hafði héraðsdómur sýknað manninn. Í gögnum málsins kemur fram að í aðdraganda atviksins sem málið varðar, sem átti sér stað í júlí 2019, hafi stúlkan og maðurinn verið að djamma saman í miðbæ Reykjavíkur, ásamt öðrum, en endað í eftirpartýi heima hjá honum. Manninum var gefið að sök að hafa á heimili sínu, nánar tiltekið í hjónaherbergi hússins, stungið fingri í leggöng stúlkunnar á meðan hún svaf og haldið því áfram eftir að hún vaknaði. Þá hafi hann fært sig ofan á hana, látið hana fróa honum og haft samræði við hana gegn hennar vilja. Í ákærunni segir að hann hafi notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis og svefndrunga. Þá var hann sagður hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar, vegna náinna fjölskyldutengsla. Deilt um skilaboð á samfélagsmiðlum Á meðal gagna málsins voru skjáskot sem sýndu samskipti á samfélagsmiðlinum Snapchat. Samkvæmt stúlkunni og öðrum vitnum sýndu þau samskipti hennar og mannsins, en hann vildi ekki kannast við þau. STÚLKAN: [Nafn mannsins] það sem gerðist um helgina er ekki í lagi MAÐURINN: Nei veit það STÚLKAN: [Nafn mannsins] ég var í engu ástandi þú veist ég vildi þetta alls ekki MAÐURINN: Æjj Sorry !!!! Mer liður mjöög illa yfir þessu Var ekki í ástandi heldur þá það sé enginn afsökun STÚLKAN: Nei það er engin afsökun, ég treysti þer og þú fokkaðir upp MAÐURINN: Mer liður ógeðslega illa yfir þessu [tjákn: grátandi andlit] er ekki svona gaur og þú veist það, geri allt til að bæta þetta !!! Angrins hef ekkert sofið og gæfi allt til að taka þetta til baka STÚLKAN: Nei eg veit hef sjálf sofið illa þetter ekki góð staða sem þú hefur sett mig í MAÐURINN: Bið þig afsökunar frá hjartanu [Nafn stúlkunnar], hvað get ég gert ? STÚLKAN: Takk fyrir það ég veit þer liður ekki vel með þetta ég veit það en ég þarf virkilega að hugsa málið MAÐURINN: Ok gerðu það [tjákn: hjarta] Líkt og áður segir sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur manninn, en dómurinn taldi ósannað að þessi skilaboð kæmu frá honum. Landsréttur var á öðru máli og taldi framburð stúlkunnar, sem og móður hennar og systur sem voru viðstaddar þegar hún fékk skilaboðin, trúverðugri en mannsins. Því taldi dómurinn sannað að þau hefðu komið frá honum. Talaði um misræmi í frásögn stúlkunnar Héraðsdómur talaði um misræmi í framburði stúlkunnar. Fyrir dómi hefði hún talað um að á meðan nauðguninni stóð hefði maðurinn gripið um munn hennar, en ekkert hefði komið fram um það í framburði hennar hjá lögreglu. Landsréttur gefur lítið fyrir þetta meinta misræmi í dómi sínum. Í lögregluskýrslunni mun konan hafa sagt að maðurinn hefði „þaggað niður“ í henni, án þess að tala um að hann hafi gripið um munninn á henni. Því var það mat Landsréttar að í mesta lagi væri um að ræða stigsmun í frásögn hennar. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.Vísir/Vilhelm Þetta þótti því ekki draga úr framburði hennar, sem væri annars afar trúverðugur. Þá væru atriði sem drægju úr framburði mannsins. Því var framburður stúlkunnar lagður til grundvallar, og maðurinn sakfelldur. Málið búið að dragast á langinn Við ákvörðun refsingar var litið til þess að verulegur dráttur hefði orðið á málinu. Líkt og áður segir hefðu atvik málsins átt sér stað sumarið 2019. Ákæra hefði ekki verið gefin út fyrr en um fjórum árum eftir að málið kom upp, og þessi dómur kveðinn upp á sjötta ári frá því að atvik málsins áttu sér stað. Það væri ekki hægt að kenna manninum um það. Þar af leiðandi var hluti refsingar mannsins skilorðsbundinn. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, þar sem 21 mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Einkaréttarkröfu stúlkunnar var vísað aftur í hérað, en manninum er einnig gert að greiða henni 3,4 milljónir króna og áfrýjunarkostnað málsins, sem var 2,6 milljónir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Í gögnum málsins kemur fram að í aðdraganda atviksins sem málið varðar, sem átti sér stað í júlí 2019, hafi stúlkan og maðurinn verið að djamma saman í miðbæ Reykjavíkur, ásamt öðrum, en endað í eftirpartýi heima hjá honum. Manninum var gefið að sök að hafa á heimili sínu, nánar tiltekið í hjónaherbergi hússins, stungið fingri í leggöng stúlkunnar á meðan hún svaf og haldið því áfram eftir að hún vaknaði. Þá hafi hann fært sig ofan á hana, látið hana fróa honum og haft samræði við hana gegn hennar vilja. Í ákærunni segir að hann hafi notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis og svefndrunga. Þá var hann sagður hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar, vegna náinna fjölskyldutengsla. Deilt um skilaboð á samfélagsmiðlum Á meðal gagna málsins voru skjáskot sem sýndu samskipti á samfélagsmiðlinum Snapchat. Samkvæmt stúlkunni og öðrum vitnum sýndu þau samskipti hennar og mannsins, en hann vildi ekki kannast við þau. STÚLKAN: [Nafn mannsins] það sem gerðist um helgina er ekki í lagi MAÐURINN: Nei veit það STÚLKAN: [Nafn mannsins] ég var í engu ástandi þú veist ég vildi þetta alls ekki MAÐURINN: Æjj Sorry !!!! Mer liður mjöög illa yfir þessu Var ekki í ástandi heldur þá það sé enginn afsökun STÚLKAN: Nei það er engin afsökun, ég treysti þer og þú fokkaðir upp MAÐURINN: Mer liður ógeðslega illa yfir þessu [tjákn: grátandi andlit] er ekki svona gaur og þú veist það, geri allt til að bæta þetta !!! Angrins hef ekkert sofið og gæfi allt til að taka þetta til baka STÚLKAN: Nei eg veit hef sjálf sofið illa þetter ekki góð staða sem þú hefur sett mig í MAÐURINN: Bið þig afsökunar frá hjartanu [Nafn stúlkunnar], hvað get ég gert ? STÚLKAN: Takk fyrir það ég veit þer liður ekki vel með þetta ég veit það en ég þarf virkilega að hugsa málið MAÐURINN: Ok gerðu það [tjákn: hjarta] Líkt og áður segir sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur manninn, en dómurinn taldi ósannað að þessi skilaboð kæmu frá honum. Landsréttur var á öðru máli og taldi framburð stúlkunnar, sem og móður hennar og systur sem voru viðstaddar þegar hún fékk skilaboðin, trúverðugri en mannsins. Því taldi dómurinn sannað að þau hefðu komið frá honum. Talaði um misræmi í frásögn stúlkunnar Héraðsdómur talaði um misræmi í framburði stúlkunnar. Fyrir dómi hefði hún talað um að á meðan nauðguninni stóð hefði maðurinn gripið um munn hennar, en ekkert hefði komið fram um það í framburði hennar hjá lögreglu. Landsréttur gefur lítið fyrir þetta meinta misræmi í dómi sínum. Í lögregluskýrslunni mun konan hafa sagt að maðurinn hefði „þaggað niður“ í henni, án þess að tala um að hann hafi gripið um munninn á henni. Því var það mat Landsréttar að í mesta lagi væri um að ræða stigsmun í frásögn hennar. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.Vísir/Vilhelm Þetta þótti því ekki draga úr framburði hennar, sem væri annars afar trúverðugur. Þá væru atriði sem drægju úr framburði mannsins. Því var framburður stúlkunnar lagður til grundvallar, og maðurinn sakfelldur. Málið búið að dragast á langinn Við ákvörðun refsingar var litið til þess að verulegur dráttur hefði orðið á málinu. Líkt og áður segir hefðu atvik málsins átt sér stað sumarið 2019. Ákæra hefði ekki verið gefin út fyrr en um fjórum árum eftir að málið kom upp, og þessi dómur kveðinn upp á sjötta ári frá því að atvik málsins áttu sér stað. Það væri ekki hægt að kenna manninum um það. Þar af leiðandi var hluti refsingar mannsins skilorðsbundinn. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi, þar sem 21 mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Einkaréttarkröfu stúlkunnar var vísað aftur í hérað, en manninum er einnig gert að greiða henni 3,4 milljónir króna og áfrýjunarkostnað málsins, sem var 2,6 milljónir.
STÚLKAN: [Nafn mannsins] það sem gerðist um helgina er ekki í lagi MAÐURINN: Nei veit það STÚLKAN: [Nafn mannsins] ég var í engu ástandi þú veist ég vildi þetta alls ekki MAÐURINN: Æjj Sorry !!!! Mer liður mjöög illa yfir þessu Var ekki í ástandi heldur þá það sé enginn afsökun STÚLKAN: Nei það er engin afsökun, ég treysti þer og þú fokkaðir upp MAÐURINN: Mer liður ógeðslega illa yfir þessu [tjákn: grátandi andlit] er ekki svona gaur og þú veist það, geri allt til að bæta þetta !!! Angrins hef ekkert sofið og gæfi allt til að taka þetta til baka STÚLKAN: Nei eg veit hef sjálf sofið illa þetter ekki góð staða sem þú hefur sett mig í MAÐURINN: Bið þig afsökunar frá hjartanu [Nafn stúlkunnar], hvað get ég gert ? STÚLKAN: Takk fyrir það ég veit þer liður ekki vel með þetta ég veit það en ég þarf virkilega að hugsa málið MAÐURINN: Ok gerðu það [tjákn: hjarta]
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira