„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 21:21 Óskar hefur starfað sem veitingamaður síðan 1990. Krabbameinsfélagið. Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni. Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“ Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira