Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2025 21:04 Eyvindur og Aðalbjörg Rún, kúabændur á Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra með verðlaunin sín frá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri afhenti þeim á aðalfundi kúabænda á Suðurlandi á Hvolvelli í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli í gær þar sem Búnaðarsamband Suðurlands veitti m.a. verðlaun fyrir góðan árangur kúabúa á nýliðnu ári. Ábúendurnir á Stóru – Mörk fengu Huppu styttuna svonefndu, sem er farandgripur og svo verðlaunaplatta fyrir frábæran árangur með kúabúið en kýrnar á búinu mjólkuðu rétt rúmlega níu þúsund lítra á árskú 2024 en þetta er í fyrsta sinn, sem kúabú fer yfir níu þúsund lítra á árskú og er því Íslandsmet í afurðum. 130 mjólkurkýr eru á bænum. Þetta er ótrúlega vel gert hjá ykkur, eruð þið ekki ánægð? „Jú og mikil vinna og allir dagar eins,” segir Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, kúabóndi á Stóru-Mörk. „Þessar kýr eru eins og fjögurra ára krakkar og vilja hafa alla daga nákvæmlega eins, já kannski ekkert mjög rómantískt en mikil vinna og allir dagar nákvæmlega eins,” bætir Eyvindur Ágústsson, kúabóndi á bænum við. Kýrnar á Stóru-Mörk, settu Íslandsmet í afurðum á síðasta ári en þetta er annað árið í röð, sem kúabúið er það afurðahæsta á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bændurnir eru æstir í að flytja inn nýtt kúakyn til landsins. „Já, að sjálfsögðu. Ég held að við eigum að vera opin fyrir því að skoða þetta eins og allt annað miðað við hvað allt hvernig búrekstur er orðin þungur í dag. Ég vil flytja inn NFR norskar rauðar, þær heilla mig mest,” segir Aðalbjörg Rún. En hvað segir Eyvindur? „Ég myndi allan daginn velja þessar norsku rauðu, það eru rosalega heilsuhraust kýr og með góða fóðurnýtingu þannig að við myndum fá bara mun meiri mjólk út í heyinu okkar heldur en við gerum í dag og minka þá þetta innflutta kjarnfóður.” Og þessi skilaboð í lokin frá Aðalbjörgu Rún „Við eigum bara að vera opin og skoða allar hliðar á öllum málum. Við erum það og vonum bara að það séu fleiri, sem geri það líka”. Fallegur kálfur í fjósinu á Stóru – Mörk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira